Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 97
99
2. Arferðið hefur langminnst áhrif á grænfóðrið. Þannig
gefur pað góða uppskeru 1943, þegar hinar tegundirnar
allar bregðast að miklu leyti. Arferðið verkar annars mjög
misjafnt á tegundirnar. Þannig er 1944 afleitt kartöfluár en
ágætt kornár, og 1943 ágætt kartöfluár en lélegt kornár.
3. Ahættan við kornræktina er ekki stórvægileg,- því að
þótt korrlið nái ekki að þroskast, skilar hún allmiklu fóðri.
Þannig hafa hafrarnir, 1943, gefið fóðureiningar yfir meðal-
lag, þótt þeir eigi þroskuðust.
4. Þess má gata, að þar sem tilraunin er gerð, virðast skil-
yrðin óhagstæð til kartöflurœktar, en það sýnir einnig, að
kartöflurnar eru viðkvæmari fyrir jarðvegi og legu landsins
heldu en hinar ræktunarjurtir sáðskiptisins.
4. Mangansulfat borið á hafra vegna dilaveiki.
Tilraun þessi hefði allt eins getað talizt nieð áburðartil-
raunum eða grænfóðurtilraunum, en hefur vitanlega líka
þýðingu í sambandi við kornyrkju. Dílaveikin er algeng í
höfrum og dregur oft verulega úr uppskeru grænfóðurs-
hafra, einkum í mögrum jarðvegi og þurri veðráttu. Díla-
veikin getur líka oft valdið því, að hafrarnir þroski bæði lít-
ið og lélegt korn, þótt árferði bagi ekki. Tilraunin var gerð
aðeins eitt ár, og var áburði hagað þannig:
1. 250 kg kalksaltpétur á ha.
2. 250 kg kalksaltpétur, 60 kg mangansulfat á ha.
3. 187 kg brennisteinssúr stækja á ha.
4. 187 kg brennisteinssúr stækja, 60 kg mangansulfat á ha.
Uppskera af grænfóðurhöfrum, í 100 kg á ha, varð þann-
ig:
Ár 1. 2. 3. 4.
1938 268.0 286.5 265.0 274.5
Hlutföll 100 107 99 102
Vaxtaraukinn fyrir mangansulfat er sáralítill, en þó var
sjónarmunur á því, hve rninna- bar á dílaveiki þar, sem það
7*