Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 145
148
kemur og gerði fyrir líkrar merkingar og hér er um rætt.
Þannig er í Finnboga sögu1) talað um slátt í gerðinu, þegar
lokið var heimatöðum, og þegar Finnbogi kom í geroið,
var allmjög slegin taðan. Það er a. m. k. víst, að söguritar-
inn hefir þá þekkt gerðin sem töðuvelli. Tilgátan um „þræls-
gerðin“, að þau hafi öll verið akurlönd, virðist mér ekki hafa
við neina örugga vissu að styðjast. Á öllum öldum hafa fé-
litlir menn hafið búskap í hjáleigum, gert gömul fjárhús að
mannahíbýlum og hokrað á gömlu gerðistúni höfuðbólsins.
En einnig er hugsanlegt, að sum gerðin hafi fyrst í stað verið
nátthagar, stekkjartún eða eitthvað því um líkt.
Ein sterkasta sönnun þess, að gerðin eru lítt tengd korn-
yrkjunni, kemur fram í útbreiðslu þeirra. B. M. Ó. telur
341 gerði á öllu landinu, og skiptast þau svo á milli fjórð-
unga: Norðlendingafjórðungur 219, Sunnlendingafjórðung-
ur 56, Austfirðingafjórðungur 53 og Vestfirðingafjórðung-
ur 13.
Undarlegt mætti það virðast, ef gerðin væru vitnisburðir
um akuryrkju, að þau skuli vera svo langtum flest í þeim
fjórðungi, sem aðrar heimildir eru fæstar úr um kornyrkju.
Einnig má benda á, að í Múlasýslum, sem engan vitnisburð
hafa um akuryrkju, og önnur ömefni sárafá, eru samt 47
gerði eða nærri jafn mörg og í Sunnlendingafjórðungi, höf-
uðstöðvum kornyrkjunnar. í Vestfirðingafjórðungi, þar sem
annars eru margir vitnisburðir, eru gerðin sárafá.
Þegar vér nú athugum staði þá, er heimildir herma frá
um kornyrkju, kemur í ljós, að hún er langalgengust um
suður- og vesturhluta landsins, eða nánar tiltekið úr Öræf-
um að sunnan og vestur og norður að ísafjarðardjúpi. Utan
þessa svæðis eru engir samtíma vitnisburðir til, úr fornsög-
um aðeins tveir, báðir í Eyjafirði, og örnefni eru þar til-
tölulega fá. Það má því fullyrða, að um 1200, er samtíma-
vitnisburðir hefjast, hafi kornyrkja verið að mestu eða öllu
l) Bls. 86-87.