Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 109
111
jajnan eftir árferði. Mestur verður ágóðinn fyrir hreikingu
í köldum, rökum sumrum, eins og 1943.
Tilraun þessi bendir til, að þegar til lengdar lœtur, fáist
fullnœgjandi hirðing í gömlum görðum með illgresisherf-
ingu, einni hreinsun og hreikingu, og er þá rríiðað við norð-
lenzkar aðstœður.
Tröllamjöl eyddi arfanum eins vel eins og herfingin, en
hefur óhagstæðari áhrif á kartöflusþrettuna. Hvort hér er
um bein áhrif frá tröllamjölinu að rœða, eða hvort það er
losun og herfing yfirborðsins í görðunum, sem gerir herf-
inguna hagstœðari, verður ekkert fullyrt um.
4. Ymsar tilraunir með kartöflur.
Hér verða nú raktar ýmiss konar tilraunir varðandi ræktun
kartaflna, sem gerðar hafa verið á vegum Ræktunarfélagsins.
Sumar þessara tilrauna voru gerðar á fyrstu árum félagsins,
aðrar nú síðustu árin. Viðfangsefnin eru mjög breytileg.
a. Mismunandi sáðdýþi, bil milli kartafhia ogstærð útsæðis.
Fyrsti þáttur þessara tilrauna er frá 1905—1908, en megin-
hluti þeirra er framkvæmdur 194.8—1947. (Tafla XCIII).
Það, sem nefnt er stórt utsæði í tilraununum, er venju-
leg útsæðisstærð, 40—50 gr kartöflur. Smátt útsæði er hins
vegar um 25 gr kartöflur. Af árangri þessara tilrauna virðist
mega álykta:
1. Hæfilegt sáðdýþi fyrir kartöflur er 3—f þuml., eða 8—
10 cm. Þó mun ekki sáðdýþið skiþta eins miklu máli og til-
raunin sýnir, en hún mun fremur ónákvæm. Ef nota á ill-
gresisherfi, mun varasamt að setja' grynnra heldur en þetta.
2. Stóra útsæðið virðist yfirleitt gefa meiri uþpskeru held-
ur en það smáa, nema settar séu tvær kartöflur i stað af þvi
siðarnefnda, þá fæst eins mikil uppskera eftir smáa útsæðið
eins og það stóra.
3. Svo virðist, sem 23 cm bil rnilli kartaflnanna gefi meiri
upþskeru heldur en 33 cm bil, en nokkur áhöld eru