Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 146
149
leyti úr sögunni um allt Norður- og Austurland, og enginn
vafi er á, að í þessum landshlutum hefir kornyrkjan aldrei
náð verulegri útbreiðslu.
Ef athugaður er sumarhitinn hér á landi, verður þessi út-
breiðsla kornyrkjunnar mjög skiljanleg. Svo má heita, að
norðurmörk kornyrkjunnar falli nær algerlega saman við
eftirtaldar jafnhitalínur sumarmánaðanna: maí 6°, júní 9°,
júlí 11°, ágúst 10°, september 70.1) Meðalhiti á Akureyri
er svipaður hinum hagstæða landshluta, nema ágúst nokkru
lægri. I þessum útreikningum mun maíhitinn þó talinn of
hár. Mundi nær sanni að telja hann um 4.5°. En þessi sum-
arhiti liggur mjög nálægt því, sem hitamörk kornyrkjunnar
í Norður-Noregi eru.2) Einmitt þetta, hvernig útbreiðsla
hinna skjalfestu kornyrkjustaða fellur saman við tiltekið
loftslag, styður og þá skoðun, að lítið sé að henda reiður á
gerðafjöldanum norðlenzka í þessu sambandi.
Innan kornyrkjusvæðisins er áberandi, hversu langflestir
vitnisburðir eru úr Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þetta stafar
frá hinni einstöku heimild, fógetareikningunum. Að þeim
frádregnum er vitnisburðafjöldinn líkur í Rangárvallasýslu,
Gullbringu- og Kjósarsýslu og Snæfellsnessýslu.
Þá er einnig athyglisvert, að langflestir kornyrkjustað-
irnir liggja í grennd við sjó. Þannig eru sárafáir kornræktar-
staðir í uppsveitum Suðurlands. Þetta gæti staðið í sambandi
við það, að næturfrost byrja að jafnaði fyrr í uppsveitum en
við sjóinn.
Líklegt má telja, að á Suður- og Vesturlandi hafi korn-
yrkjan verið allalgeng alllengi fram eftir. Til þess benda
ýmis lagaákvæði, annálar o. fl. I hinum fornu lögum þjóð-
veldisins eru mörg ákvæði um akra, og miða þau einkum
að því, að tryggja helgi þeirra. Flest hinna fornu ákvæða
eru tekin upp í Jónsbók 1281. Nú gæti hugsazt, að þetta
1) Iwan: Island, Abb. 22. Teiknað eftir Veðráttunni 1925—1930.
2) Schubeler: Vir. Norv., 299.