Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 64
66
stöðum tilraunanna, þvi að það mun sanni nœst, að úr
dgöllum þeim, sem hér hafa verið taldir, verður aðeins bœtt
að mjög litlu leyti með auknu sáðmagni. Vera má, að þurfi
meira sáðmagn ef skjólsáð er notað.
Engum teljandi mun hefur það valdið, hvað sáðmagnið
áhrœrir, hvort um hreinar grasfræblöndur eða fræblöndur
með 50% af smára var að ræða. A hinn bóginn hafa vaxtar-
aukandi eiginleikar smárans komið greinilcga i Ijós i til-
raunum þessum, og samsvarar sá ávinningur, þegar bezt
lætur, vaxtarauka af 200 kg af saltpétri á ha árlega. Senni-
lega þó mun meira í rauðsmáratilrauninni á bls. 64.
2. Tilraunir með mismunandi sáðtíma á grasfræi.
í tilraunum þessum hefur aðallega verið lagt kapp á að
rannsaka skilyrði til þess að sá grasfræi síðsumars eða á
haustin. Fyrst er gerð tilraun með þetta árið 1912, og varð
uppskeran árið eftir þannig í 100 kg heyhestum á ha:
Sáð haustið 1912, 17. okt. Sáð vorið 1913, 24. maí
1913 25.3 24.7
Árið 1930 er svo næst gerð tilraun með sáðtíma á gras-
fræi. Sáð var: 1. Síðast í júlí. Grasið kom vel upp, þéttur þeli
um haustið. 2. í miðjum ágúst. Fræið kom upp, reitirnir
grænir. 3. Síðast í ágúst. Fræið náði aðeins að spíra. Næstu
tvö árin varð uppskeran þannig í 100 kg heyhestum á ha:
1931
1932
Meðaltal
1. sáðtími
59.7
86.7
73.2
2. sáðtími
52.7
86.7
69.4
3. sáðtími
52.0
89.7
70.9
Tilraunir þessar hafa lítið gildi, bæði vegna þess, að þær
eru ekki endurteknar í nokkur ár, og í þessari síðar töldu
vantar í raun og veru bæði reglulega vor- og haustsáningu.
Þurfti til samanburðar, ef vel hefði verið, að sá svo snemma