Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 186
189
Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1950.
(Ú tdráttur.)
Ár 1950, föstudaginn þ. 27. jan., var aðalfundur Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar settur og handinn á Hótel Kea,
Akureyri. Formaður sambandsins, Ólafur Jónsson, setti
fundinn. Var hann kosinn fundarstjóri í einu hljóði. Nefndi
hann til ritara Árna Ásbjörnsson og Ketil S. Guðjónsson.
Þá var fyrir tekið:
1. Kosin kjörbréfanefnd. Kosnir voru: Jón Hjálmarsson,
Magnús Jónsson og Stefán Stefánsson.
Fundarhlé var gefið meðan kjörbréfanefnd lauk störfum.
Mættir voru 13 fulltrúar, auk stjórnar sambandsins og
búnaðarþingsfulltrúa.
2. Þá lagði Ólafur Jónsson fram reikninga sambandsins
árið 1949, endurskoðaða, og voru þeir samþykktir.
3. Formaður las upp fjárhagsáætlun fyrir árið 1950, eins
og stjórnin hafði gengið frá henni. Skýrði hann áætlunina
fyrir fundarmönnum.
Var þá kosin fjárhagsnefnd. Kosningu hlutu: Gunnlaugur
Gíslason, Stefán Stefánsson, Eggert Davíðsson, Árni Ás-
björnsson og Marinó Þorsteinsson.
4. Kosin allsherjarnefnd. Kosningu hlutu: Ketill Guð-
jónsson, Stefán Sigurjónsson, Magnús Jónsson, Skafti Guð-
mundsson og Sverrir Guðmundsson.
Voru tekin fyrir ýms mál, sem menn óskuðu eftir að
flytja á fundinum, og vísað til allsherjarnefndar.
Fundi frestað til næsta dags.
Kl. 10 að morgni þess 28. jan. var fundur settur að nýju.
5. Var þá fyrst tekið fyrir álit fjárhagsnefndar, og hafði
þar framsögu Gunnlaugur Gíslason. Nokkrar umræður fóru
fram um álit nefndarinnar, og var það síðan borið undir
atkvæði og samþykkt í einu hljóði.