Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 117
119
að tréna. Þegar snemma er sáð, lengist vaxtartími rófnanna
að sama skapi og sést bezt á haustin, hve miklu munar um
hverja vikuna. (Tafla XCVII).
3. Tilraun með vökvun á gulrófum.
Tilraun þessi var gerð í tvö ár, 1925—1926. Reynd var
tvenns konar vökvun, mikil vökvun, 5—6 mm í einu og lítil
vökvun, 2.5—3 mm í einu. Fyrra árið var þurrviðrasamt og
var þá vökvað fimm sinnum, eða 16., 19., 22., 24. júní og 2.
júlí. Síðara árið var hins vegar sæmileg úrkoma, og því að-
eins vökvað tvisvar, eða 24. júní og 5. júlí. ('Tafla XCVIII).
TAFLA XCVIII.
Tilraun með vökvun á gulrófum.
(Uppskera í 100 kg pr. ha.)
Ár Engin vökvun Lítil vökvun Mikil vökvun
1925 371.5 350.7 354.2
1926 621.6 614.2 606.8
Meðaltal 496.6 482.5 480.5
Hlutföll 100 97 97
Vökvunin virðist eitiungis hafa gert ógagn og mun henn-
ar sjaldan þörf við rœktun gulrófna, sé þess gætt. að sá
snemma, svo að frreið skorti eigi raka til spirunarinnar.
4. Reyndar varnir gegn kálflugu.
Varnir þær, sem reyndar voru, voru Kalomel, duft, dreift
yfir reitina umhverfis plönturnar eftir útplöntun, Sublimat
og Karbokrimp, sem hvort tveggja er notað í upplausn og
vökvað með því umhverfis plönturnar, þegar flugan er farin
að leggja egg. Þessi vökvun framkvæmd tvisvar með fárra
daga millibili. (Tafla XCIX).