Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 101
Það rýrir þó nokkuð gildi þessa árangurs, að ekki er kunn-
ugt með vissu, úr hvaða tegund úrvalið var gert og upp-
runalegu tegundina vantar, ef til vill, í tilraunina.
Eftir 1926 er afbrigðatilraununum skipt niður í þrjú
tímabil, tvö átta ára og eitt sjö ára. (Töflur LXXXVII—
LXXXIX). Ekki eru tekin með önnur afbrigði en þau, sem
verið hafa í tilraununum minnst 4—5 ár. Mörg fleiri hafa
verið reynd, en varpað fyrir borð áður en þau voru svo
lengi. Vegna þess, að afbrigðin hafa verið mjög mislengi,
verður meðaluppskera þeirra ekki fyllilega sambærileg.
Þessa gætir þó minna, þegar hvert tímabil er tekið út af fyrir
sig. Heildaruppskeran gefur líka ranga hugmynd um nota-
gildið og ræktunarhæfni kartaflanna og til þess að bæta úr
því, hefur öll árin verið athugað, hve mikið 100 kartöflur,
teknar af handahófi úr uppskeru hverrar tegundar, vógu, og
lengst at hefur uppskeran líka verið flokkuð eftir þyngd í
fjóra stærðarflokka. Meðaltal þessara athugana er líka fært
á töflurnar. Þær kartöflur, sem ekki ná 20 gr þunga, eru
óseljanlegar og lítt nothæfar nema til skepnufóðurs og þá
fyrir mjög lágt verð, og ættu því að réttu lagi að dragast frá
heildaruppskerunni. Þetta er gert í aftasta dálki hverrar
töflu.
Að lokum er svo sá mikli munur, sem er á gæðum kartafl-
anna, og sem að nokkru fer eftir þurrefnismagni þeirra, en
að nokkru eftir smekk manna. Þessu atriði verða hér aðeins
gerð skil að mjög litlu leyti.
Þegar dcemt er eftir heildaruppskeruni og nothæfri
uppskeru, hafa afbrigðin Up to date og Tidlig Rose staðið
fremst í samanburðinum árin 1926—1933, og einnig hefur
Up to date verið uppskeruhæst árin 1934—1941, en Duke of
York og Skán næstar henni, en siðustu árín hafa gular Ak-
ureyrarkartöflur og Skán gefið mesta uppskeru. Ben Lom-
ond hefur verið svo fá ár i samanburðinum, að varla er hægt
að telja hann með.