Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 86
88
hafraplöntui ein beljurt getur fóðrað á því köfnunareíni,
er hún safnar, og svo kornþunganum eða fræstærðinni. Þvi
þyngri, sem fræin eru, því meira sáðmagn þarf venjulega af
tegundinni, sé hún eigi þeim mun stórvaxnari og afkasta-
meiri.
Tilraunir með mismunandi grænfóðursáðblöndu hafa
verið gerðar hjá Ræktunarfélaginu árið 1932, 1934, 1937 og
1938. í fyrstu tilrauninni er belgjurtafræið ekki smitað, en
bæði ósmitað og smitað í hinum. (Tafla LXXX og
LXXXI).
Af tilraunum þessum rná sjá:
1. Iblöndun af ósmituðu ertufrcei 1932, hefur ekki aukið
uppskeruna, heldur pvert á móti. Uppskeran verður peim
muti rýrari, sem hafrasáðmagnið er minnkað en sáðmagnið
af ertum aukið.
2. I tilrauninni, 1934, er greiriilegur vaxtarauki fyrir belg-
jurtir, en enginn fyrir smitun, sem varla er von, pvi að
smitunin hafði mistekist á e'inhvern hátt. Æxli á rótunum
fundust alls ekki. Hafrarnir spruttu mjög mikið og voru al-
gerlega yfirgnæfandi, 100 kg sáðmagn af þeim hefur því ver-
ið ncegilegt til að gefa hámarksuppskeru með belgjurtunum.
3. I tilrauninni 1937 er augljós hagur af smituninni og
nemur hann um 23% af uppskerunni fyrir sáðblöndun 120
kg hafrar og 200 kg flœkjur. Flcekjurnar, sem notaðar voru,
heita Luddvikker eða Loðflcekjur.
4. Loks er svo tilraunin 1938, sem gerð er með mismun-
andi blöndur af ertuhöfrum og flækjuhöfrum. Belgjurtirn-
ar sýna þar mjög mikinn vaxtarauka. Smitunin heppnaðist
lika ágætlega. Notaðar voru Botnia gráertur og Loðflœkjur.
Hagkvæmastan árangur gefa sáðhlutföllin 107 kg hafrar og
213 kg ertur, en það svarar til, að fræhlutfallið sé 1 :1, eða
sáðmagnið 130 kg. hafrar og 130 kg. flækjur, sem e'innig
gefur fræhlutfallið 1 :1. Þó er sennilegt, að heppilegra væri