Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 188
191
6. Þá var tekið fyrir álit allsherjarnefndar, og var Ketill
S. Guðjónsson framsögumaður.
Eftirfarandi tillögur voru samxykktar í einu hljóði:
Um búnaðarfræðslu:
„Fundinum er ljóst, að það er þarft og nauðsynlegt fyrir
bændur að fá leiðbeiningar um ræktun beitilanda, og telur
hann að fræðsla um það sé einn þáttur í leiðbeiningarstarf-
semi ráðunauts búnaðarsambandsins, og beri því þeim, sem
slíkra leiðbeininga óska, að snúa sér til hans. Hins vegar
telur fundurinn ekki rétt að fara inn á þá braut, að slíkar
framkvæmdir verði styrktar af sambandssjóði.“
„Fundurinn telur mjög æskilegt, ef hin einstöku búnaðar-
félög innan sambandsins gætu hvert fyrir sig, eða fleiri í
sameiningu, haft árlegar samkomur, sem hefðu það mark-
mið að vera til skemmtunar, jafnframt því sem þær væru
fræðandi um búnaðarmál, og njóti til þess aðstoðar búnaðar-
sambandsins. Samþykkir fundurinn, að B. S. E. greiði ferða-
kostnað þeirra ráðunauta, sem á samkomunum mæta, að
hálfu á móti viðkomandi búnaðarfélögum.“
Ut af frumvarpi til breytinga á fjárskiptalögunum frá
1947:
„Þar sem nú er komið fram á Alþingi frumvarp til laga
um breytingú á lögum um fjárskipti, frá 1947, sem meðal
annars felur í sér skerðingu á bótum til þeirra, sem lóguðu
fé sínu samkvæmt nefndum lögum, á síðastliðnu hausti,
mótmælir aðalfundur B. S. E., haldinn á Akureyri 27. og
28. jan. 1950, harðlega þeirri óvenjulegu málsmeðferð, að
láta umgetið frumvarp, ef að lögum verður, verka þannig
aftur fyrir sig. Krefst fundurinn þess fyrir hönd nefndra fjár-
eigenda, að þeir fái greiddar bætur eftir þeim lögum, sem
giltu þegar niðurskurðurinn var ákveðinn.“
7. Nú lýsti fundarstjóri framkomnum lista til Búnaðar-
þings fyrir B. S. E. Hafði komið fram einn listi með nöfn-