Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 127
130
Þykkvibœr í Holtum, 1332 á Breiðabólstaðarkirkja þar
vætt mjöls, og er það óbreytt 1480.x)
Um Vakursstaði í Holtum, sem samkv. máldaga 1270 átti
að gjalda 12 álnir í mælum til Oddakirkju,1 2) hefir Þorvaldur
Thoroddsen bent á, að eitthvað muni málum blandað,3) og
verður sá vitnisburður því ekki talinn hér með. Hins vegar
telur Jarðabók Á. M. og P. V. að af bæjunum Hólmum,
Kirkjulandi og Önundarstöðum, sem allar voru eign Breiða-
bólstaðarkirkju, sé mjölafgjald, á tveim þeim fyrri ein tunna
mjöls, en á Önundarstöðum galzt landskuld í fiski, smjöri
og mjöli eftir samkomulagi.4) Vafalaust má telja, að þarna
hafi verið um forna kvöð að ræða frá þeim tíma, er mjöl eða
korn var ein af afurðum jarða þessara.
Örnefni og minjar akurgerða í Rangárvallasýslu eru þessi,
auk þeirra, er fyrr getur. Akurey, bær í Vesturlandeyja-
hreppi. Akurgarðar, örnefni hjá Stokkalæk; þar sést enn
gamall garðleggur. Akurgarðar í Efra-Selslandi í Landm.hr.,
þar eru einnig miklar girðingar og merki eftir áveitu. Akra-
tunga, örnefni í túni á Heylæk. Kornbrekkur, áður hjáleiga
frá Gunnarsholti, Korngerði, einnig nefnt Kotgerði, hjáleiga
frá Ytra-Hóli, V.-Landeyjahreppi. Kornhóll, eyðihjáleiga frá
Árbæ í Holtum. Kornhús, áður hjáleiga frá Stórólfshvoli.
Langekra eða Ekra, hjáleiga frá Odda. Sældingsmýri, örnefni
nálægt Ásólfsskála.
Þá telur Brynjólfur Jónsson, að forn garðlög, sem hann
hefir kannað hjá Efra-Hvoli og Þorleifsstöðum og jafnvel
hjá Rauðnefsstöðum, gætu verið fornir akurgarðar, en ekki
verður fullyrt um það að svo stöddu.
1) ísl. fornbr. II, 668; VI, 332.
2) ísl. fornbr. II, 88.
3) Lýsing fslands IV, 174.
4) Jarðabók I, 109, 115, 112.