Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 134
137
akurgerði hjá Ási. Helzt það óbreytt í máldögum 1478 og
1491.i)
Reykholt. I Reykholtsmáldaga 1180 segir, að kirkjan eigi
sálds’sæði niðurfært. Stendur svo óbreytt 1224, en er fellt
niður í yngri máldögum.1 2 3)
Örnefni og minjar eru þessi, auk nokkurra á Akranesi:
Akur (Akurey) hjá Leirá, Sáðmannsgerði eða Sáðmanns-
kot, eyðihjáleiga hjá Oddastöðum í Lundarreykjadal. Leifar
fornra sáðlanda eru sagðar í Lœkjarnesi norðan við Leirár-
voga og í Vogatungu, áður en tún var sléttað þar.
Mýrasýsla.
Kjaransey í Hítará. í Bjarnar sögu Hítdælakappa segir,
að ey liggi í Hítará, sem í voru sláttur og sæði, og þangað
sendi Þórður Kolbeinsson fólk til að skrýfa korn.:i) Þar í
eynni vestan til hafa til skamms tíma sézt garðlög, er mjög
minna á akurreinar.4)
Álftanes í Álftaneshreppi. í Sturlugu segir frá heimför
Þorgils skarða að Hauki bónda á Álftanesi. Var Haukur þá
úti í Kóranesi að búa um sallað sinn. Síðan gaf hann Þor-
gilsi til sátta 2 sáld malts og sáld korns.5) Kóranes er í Álfta-
nesslandi við mynni Straumfjarðar að sunnan. B. M. Ó.
skýrir orðið „sallaður“ svo, að það sé skylt orðinu salli, og
tákni að líkindum það, sem sallist frá kvörninni, þegar
rnalað er. Ef sú skýring er rétt, þá muni Haukur hafa látið
vinna allt að korninu, þreskja það og mala, í Kóranesi.
Akrar í Hraunhreppi. Egils saga skýrir frá því, að Skalla-
grímur hefði (á 9. öld) haft sæði á vestanverðum Mýrum og
1) ísl. fombréf I, 272; VII, 175.
2) fsl. fornbréf I, 280, 471.
3) Bjarnar saga Hítdælakappa, 139.
4) Safn til sögu fslands II, 311—312.
5) Sturlunga II, 124-125.