Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 66
68
spíra dður en það nœr að þorna og skrœlna. Md þvi búast
við, að haustsáning geti í jramkvœmdinni orðið dfallasam-
ari heldur en vorsdning, vegna þess, að þessu atriði verði
ekki sinnt. Tilraunina hefði líka þurft að endurtaka í 3—4
ár, svo að full reynsla fengist, því að þótt haustsáning geti
lánast vel í eitt sinn, er ekki sagt að svo verði jafnan. Þess
væri því þörf, að taka þetta viðfangsefni upp til frekari
rannsóknar og þá jafnframt samanburð á nokkrum vor- og
sumarsáðtímum.
III. Tilraunir með mismunandi ræktunaraðíerðir.
Á árunum 1927—1937, var gerður umfangsmikill saman-
burður á ræktunaraðferðum í Gróðrarstöð Rf. Nk, sá eini
sem gerður hefur verið hér á landi með samanburð á þak-
sléttuaðferðinni gömlu, sem nú má telja liðna undir lok,
sjálfgræðslunni, sem líka er að hverfa, og sáðsléttunni, sem
nú er að verða alls ráðandi ræktunaraðferð. Hversu mikinn
þátt þessi tilraun hefur átt í því, að skapa þessum ræktunar-
aðferðum örlög, skal ósagt látið, en það er augljóst, að þró-
unin hefur hér fallið algerlega í farveg tilraunar-reynslunn-
ar. Heildarskýrsla, um tilraun þessa, má finna í Ársriti Rf.
Nl. 1939—1940, bls. 33. Aðrar tilraunir, sem rætt verður um
í þessum kafla, fjalla einvörðungu um viðfangsefni, sem
snerta sáðsléttuaðferðina.
1. Samanburður á þaksléttu, sjdlfgrœðslu og sáðsléttu.
Vorið 1927, var hafizt handa um tilraun þessa, var þá rist
ofan af fyrri þaksléttunni, landið plægt og fullunnið og loks
gengið frá öllum liðum tilraunarinnar að undanskildum
fjórða aðalliðnum (Sáðsléttu II), sem fékk tveggja ára undir-
búning áður en sáð var í hann. Þessi 2ja ára undirbúningur
gerir það að verkum, að þessi liður er ekki fyllilega sambæri-
legur við aðra liði tilraunarinnar og þá sérstaklega þriðja
liðinn (sáðsléttu I). Til þess að svo hefði orðið, var nauðsyn-