Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 111
113
slœmt og sprettan léleg. Hér verður og að gœta þess, að
miklu meira útsœði parf, ef þé'tt er sett og hirðingin verður
líka örðugri. Líka er hcett við, að smælkið aukist ef vaxtar-
rýmið er lítið.
b. Ýrríiss konar meðferð á útsæði.
Hér undir verða taldar nokkrar tilraunir, þar sem útsæði
hefur hlotið mismunandi meðferð áður en það var sett.
í tilraununum með valið og óvalið útsæði er munurinn
sá, að valda útsæðið er tekið um leið og tekið er upp úr
garðinum, og lagt þá þegar í útsæðiskassa. Það verður því
ekki fyrir neinu hnjaski. Óvalda útsæðið er hins vegar tínt
úr uppskerunni eftir á. Þetta hefur einkum mikla þýðingu
ef óttast þarf sjúkdóma, svo sem stöngulveiki. Mikið hefur
ekki borið á sýki í tilrauninni, en þó frekar á því, sem var
sprottið af óvöldu útsæði.
Því hefur verið haldið fram, og stutt af erlendum tilraun-
um, að útsæði, ræktað í mýrajarðvegi, gæfi meiri uppskeru
heldur en það, sem ræktað væri í venjulegri rotnaði akur-
jörð.
Árangur þessara tilrauna hefur orðið þannig: (Samanber
töflu XCIV).
1. Spirað útsæði gefur tvimælalaust meira en óspírað, að
öðru jöfnu, og nemur munurinn samkvæmt lilrauríinni um
1 /3 af uppskerunni.
2. Enginn vinningur, heldur hið gagnstœða, sýnist vera að
kljúfa útsæðið. Þess skal getið, að óklofna útsæðið var með-
alstórt, en það klofna nokkuð stærra.
3. Augljós vinningur er að velja útsæðið og ganga þegar
frá þvi þegar upp er tekið. Einkum er þetta sjálfsögð ráð-
stöfun er verjast þarf sjúkdómum, sér í lagi stöngulsýki.
Þarf þá að gæta þess vel að útsæðið hruflist ekki.
4. Ekki hefur mýraræktun útsæðisins gefið ágóða heldur
öfugt, sem vafalaust má rekja til þess, að sprettan varð svo
léleg i mýrinni, að útsæðið var alls ekki gott. Þessa tilraun
8