Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 107
109
2. Úrvalstegundin nr. 25 (Ólafsrauður), hefur reynzt
óvöldu tegundinni miklu fremri. Gefurl5—18% nieiri upp-
skeru, 22—28% meiri nothœfa uppskeru og 15% meiú purr-
efnisuppskeru.
3. Úrvalið stendur fullkomlega jafnfœtis seinvöxnum af-
brigðum, sem rœktuð hafa verið hjá Rœktunarfélaginu,
einkum hvað þurrefnisuppskeru áhrœrir.
4. Úrvalið hefur haft þau ein áhrif á útlitið, að það er
jafnara að stcerð og grassprettu heldur en frumafbrigðið.
3. Tilraunir með mismunandi aðferðir við eyðingu illgresis.
Aðferðunum, sem reyndar hafa verið, má skipta í tvo
flokka: 1. Frumhirðingu, sem framkvæmd er áður en kartöfl-
urnar koma upp og skiptist í notkun tröllamjöls, um 200
kg á ha, herfingu með eins konar grind eða hrífu, sem fest
er á venjulegan hjólhreinsara og ekið er á undan sér, og loks
herfingu með venjulegu „Korsmo“ illgresisherfi, sem einn
hestur dregur. 2. Hreinsun og hreiking, sem gerð er eftir að
kartciflurnar eru komnar upp. Hreinsunin framkvæmd með
arfajárnum og hreikingin með hesthreikiplóg. (Tafla XCII).
Árangurinn af frumhirðingunni er tiltölulega mestur
og nemur að meðaltali 22—24% af uppskeru. Virðist fljótt
á litið mestur eftir tröllamjölið, sem þó er ekki rétt, því að
það er aðeins síðasta árið, sem þessu veldur. Annars er ár-
angurinn flest hin árin áþekkur eða lakari eftir tröllamjöl-
ið, og þegar aðfir liðir eru alhugaðir og bornir saman, gefur
tröllamjölið yfirleilt lakari raun heldur en herfingarnar.
Herfað var tvisvar.
Hreinsanirnar gefa líka nokkurn árangur, einkum fyrri
hreinsunin. Síðari hreinsunin gefur langmestan vinning,
þar sem frumhirðingin er engin og er það eðlilegt. Þrátt fyr-
ir þetta ná tvœr hreinsanir yfirleitt ekki að bæta upp skort-
inn á frumhirðingu.
Hreikingin gefur að meðaltali nakkurn vinning, en mis-