Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 182
185
Að lokum vil ég benda á, að ekki kemur til mála, að
úttekt jarðabóta fari fram nema einu sinni sumar hvert.
Reikna má með, að umferðin taki um þrjá mánuði minnst,
og þar sem varla er hægt að hefja mælingarnar fyrr en í júlí,
er kappnóg, með frátöfum, er verða vegna ýmsra sérstakra
leiðbeininga, að koma af einni umferð. Þær jarðabætur,
sem ekki eru fullgerðar, þegar mælingamaðurinn kemur,
verða og geta vel beðið næsta árs, nema ef sérstakar ástæður
gera honum kleift að mæla þær síðar, áii mikillar fyrir-
hafnar.
Það má ekki heldur ætlast til þess, að mælingamaðurinn
taki út ófullgerðar jarðabætur, í því trausti, að þeim verði
lokið síðar, og honum tilkynnt það. Ég hef séð þess nokkur
dæmi, að slíkt getur farið í handaskolum.
Akureyri, í febrúar 1950.
Ólafnr Jónsson.
II. Fundargerðir.
Aðalfundur liúnaðarsambands Eyjafjarðar 1949.
(Ú tdrdttur.)
Ár 1949, föstudaginn 28. janúar, var aðalfundur Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar settur og haldinn á Akureyri. Fram-
kvæmdastjóri Olafur Jónsson setti fundinn og var kosinn
fundarstjóri, og nefndi hann til skrifara Ketil Guðjónsson
og Björn Jóhannsson.
Þá var fyrir tekið:
1. Kosin kjörbréfanefnd. Kosnir voru: Ármann Dalmanns-
son, Magnús Jónsson og Stefán Sigurjónsson.
Fundarhlé var gefið meðan kjörbréfanefnd lauk störfum.