Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 130
133
arkirkju í Grindavík 1397 er henni eignað hálfs annars
mælis land að Húsatóttum. Helzt svo óbreytt í máldögum
1447, um 1500 og 1553.1)
Nokkur örnefni í Grindavík benda og á akuryrkju þar,
svo sem: Akurhus, Akrar, Akrahóll og Akrakot, þrjú hin
síðasttöldu eru þurrabúðir, og eru nöfnin tekin eftir Bæja-
tali, og geta því verið nýleg.
Sandgerði á Miðnesi. I skrá um rekaskipti á Rosmhvala-
nesi um 1270, er getið um akurlönd Sandgerðinga.2) All-
miklar minjar kornyrkju hafa fundizt þar, sjá síðar.
Útskálar. í kaupsamningi frá 1340 er getið um þau „akur-
lönd, er Bjarni keypti til Útskála,"3) á sama er minnzt í mál-
daga 1397. Á Útskálum hafa fundizt einna greinilegastar
minjar um akuryrkju hér á landi. „Akurlönd þessi hafa
verið á Skaganum fyrir norðan Útskála. Sér þar enn votta
fyrir að minnsta kosti 18 akurreinum, 4—8 faðma breiðum,
sem eru aðgreindar með þráðbeinum, jafnhliða görðum, er
norðast liggja yfir þveran skagann, en þegar sunnar dregur,
takmarkast þeir að vestanverðu af garði, sem liggur frá
sjónum langsetis í suðaustur að lítilli hæð eða tóttabungu,
sem er skanrmt frá norðvesturhorni hinna norðustu tún-
garða í Útskálahverfinu. . . . “ — „Austurhluti Sandgerðis-
túnsins hefir verið akurlendi. Sjást þess glögg merki, því
samhliða garðlög mynda þar akurreinar, líkt og á Garðs-
skaganum. Sagt er, að Sandgerði hafi upphaflega heitið
Sáðgerði.“4)
Örnefni, er benda til akuryrkju þar á Miðnesinu eru:
Akurhús, hjáleiga frá Útskálum; Akrar og Akrahóll í Mið-
neshreppi, og Akur í Keflavíkurhreppi.
Vatnsleysa á Vatnsleysuströnd. I máldaga Kálfatjarnar-
kirkju 1397 segir, að kirkjan eigi allan þriðjung úr Vatns-
1) tsl. fornbréfasafn II, 377: IV, 101; XII, 663.
2) ísl. fornbréfasafn II, 77.
3) ísl. fornbréfasafn II, 734.
4) Árbók Fornleifafélagsins 1903, 36—37.