Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 151
154
og í Knarrarnesi sé tíðkuð í Færeyjum. Á báðum þeim stöð-
um, sem nú eru nefndir, hefir verið um mikla kornyrkju
að ræða. I Garðabrekku í Fossnesi í Árnessýslu er akurlend-
inu skipt í þrennt með görðum,1) og annars staðar á litlum
akurlendum eru reinarnar aðeins tvær. En allt bendir þetta
til hins sama, að akrarnir hafi verið hvíldir eitthvert tíma-
bil milli þess, sem í þá var sáð. Flefir það og verið nauðsyn-
legt, vegna þess, hve áburður hefir verið lítill. Girðingarnar
hafa verið bæði til skjóls fyrir akurinn, á það bendir m. a.
að reinarnar eru ætíð fremur mjóar, og svo vitanlega til að
Verjast ágangi búfjár. Trúlegt er, að ósáni akurinn, tröðin,
hafi verið notaður til búpeningsgeymslu, t. d. til að hafa
hross eða annan búpening í haldi á nóttum, og fá með því
áburð í akurinn með hægu móti. Er sennilegt, að ekki hafi
annað verið borið í akurinn. Minnist ég í því sambandi
sögu, er gamall bóndi sagði mér fyrir mörgum árum, að
hann hefði ræktað tún á allstóru gerði með því einu að
geyma þar margt fé og hesta á nóttum yfir vortímann. Á
Suðurlandi heitir það enn að „traða“ hross, að geyma þau
í girðingu um nætursakir. Þykir mér sá talsháttur styrkja
mjög tilgátu mína um geymslu búpenings, aðallega stórgripa
í akurtröðunum.
Af lýsingum þeim, sem fyrir hendi eru, verður fátt ráðið
um val akurstæðanna. Þó virðast þau helzt hafa verið valin
í brekkum, þar sem unnt var, og vitanlega þar sem bezt var
skýlt.
Fátt er einnig að segja um sáð- og uppskerutíma. í sögu
Þorláks biskups segir, að Viðeyjarmenn voru að arningu um
varptímann (þ. e. æðarfuglsins). Æðarvarpið stendur hæst
seinni hluta maímánaðar, og ætti þetta því að hafa verið í
maí. Þá má og geta þess, að í ýmsum vitnisburðunum er
þess getið, að fráfarandi ábúandi átti að skila svo og svo
miklu korni „niður færðu“, þ. e. sánu, áður en hann færi
1) Árbók l ornleifafélagsins 1905, bls. 34.