Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 140
143
hans og akra. Síðar, er Klaufi kom til liðs við Þórarin, fundu
þeir Hrana á akri lians með fé sitt.1) 10. öld.
Örnefni: Akrar, fornt bæjarheiti í Hörgárdal. Akramýrar
hjá Möðruvöllum, geta dregið nafn af býlinu Ökrum. Ak-
ureyri. Bygghóll, örnefni hjá Karlsá í Svarfaðardal. Kálund
skýrir frá garðbrotum nálægt Másstöðum í Skíðadal, sem
munnmæli hermi að séu fornir akrar.2) Eftir útliti þeirra
að dæma er þetta harla ósennilegt.
Þingeyjarsýslur.
Örnefni: Akur hjá Hálsi í Fnjóskadal. Akur, Akursel, hjá-
ieigur frá Skinnastöðum. Akurhöfði, örnefni þar í grennd.
Hjá Akri er talið að séu leifar akurgerða fornra.
Akurbakki í Grýtubakkahreppi.
Múlasýslur.
Örnefni: Ekra og Ekrumelur, örnefni á Vakursstöðum í
Vopnafirði. Ekra, bær í Hjaltastaðaþinghá. Ekra í Stöðvar-
firði. Kornhóll og Sáðá, örnefni í Geitdal.
Þá eru í eignaskrám kirknanna í Berufirði 1483 og Háls
í Hamarsfirði 1500 og 1524 taldar sigðir.3) Sönnun fyrir
kornyrkju er það ekki, því að sigðir þær gætu hafa verið
notaðar til melskurðar, þótt ekki sé það fullvíst.
Skaftafellssýslur.
Kirkjubcer á Síðu. Þegar Sæmundur Ormsson háði féráns-
dóm þar 1250 eftir Ögmund Digur-Helgason, tók hann þar
meðal annars 4 arðryxn. Var þó áður búið að skipta frá eign
staðarins og síðan til helminga með Ögmundi og konu hans.
1) Svarfdæla saga, 37.
2) Kálund II, 98.
3) Isl. fornbréf VIII, 71; VII, 448; IX, 260.