Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 147
150
hefði verið að mestu dauður lagabókstafur eða innflutt á-
kvæði frá Noregi. En móti því mælir, að þegar Jónsbók var
lögtekin, urðu deilur um helgi túns, engja og akra.1) Voru
þeir agnúar, sem þá þóttu á, lagaðir að nokkru leyti í Réttar-
bót Eiríks konungs Magnússonar 1294. Þar er svo ákveðið,
að full skaðabót skuli koma fyrir beit töðu, akra og engja,
þó eigi sé löggarður um, en skylt sé að hafa löggarð, hvort
sem hlaðið er töðu eða korni.2) Osennilegt er, að ákvæðin
um akra og korn hefðu haldizt, ef kornyrkja hefði ekki verið
stunduð að verulegum mun í sumum landshlutum. í sam-
þykktum um verðlag í Árnessþingi um 1200, er mjöls getið
ásamt nokkrum algengum innlendum framleiðsluvörum.3)
Korntegundir — ræktunaraðferðir.
Engar heimildir gefa örugglega til kynna, hvaða korn-
tegundir hafi verið ræktaðar hér á landi, nema ummæli Arn-
gríms ábóta, um 1400, „korn vex í fáum stöðum sunnan-
lands og eigi nema bygg“.4) En allt um það má telja víst,
að svo hafi frá öndverðu verið, sem hann segir, að bygg hafi
verið eina eða a. m. k. aðalkorntegundin, sem hér var rækt-
uð. Má ráða það af þrennu. í fyrsta lagi er ótrúlegt, að tek-
izt hefði að láta aðrar korntegundir ná fullum þroska, hér
í útjaðri kornyrkjunnar en bygg, með jafn frumstæðum
tækjum og aðferðum, sem forfeður vorir vafalaust hafa
notað. í öðru lagi var bygg þá langalgengasta komtegundin
í Noregi, svo að fornmenn hafa bezt þekkt til ræktunar
þess. Og í þriðja lagi kemur bygg allvíða fyrir í örnefnum.
Bygg það, sem ræktað hefir verið, hefir vafalaust verið hið
algenga ferstrenda bygg (Hordeum vulgare), sem samkvæmt
1) Biskupa sögur I, 719.
2) Lovsamling I, 17—18.
3) Isl. fornbréf, 317-318.
4) Biskupa sögur II, 5.