Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 176
Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1948—1949.
I. Sambandsstarfið og jarðabætumar
Fjárhagsáætlanir og reikningar sambandsins bera það með
sér, að höfuð-þættirnir í starfi Búnaðarsambands Eyjafjarðar
eru: Styrkveitingar til vélakaupa ræktunarsamtakanna og
svo ráðunautsstarfsemi, sem skiptist aftur í jarðabótamæl-
ingar og leiðbeiningar.
Þessi tvö síðastliðnu ár hafa styrkveitingar farið vaxandi,
sem eðlilegt er, því einmitt þau árin og svo á ári því, er
í hönd fer, munu ræktunarsamtökin komast yfir þann véla-
kost, sem þeim er nauðsynlegur. Líður nú óðum að því, að
fullnægt sé þörfinni fyrir stórvirkar jarðvinnsluvélar (beltis-
vélar), en ennþá strandar mjög á framræslu í sumum sveit-
um. Þannig vantar tilfinnanlega vélgröfu í Arnarness- og
Árskógshreppa, og ekki líklegt að úr því verði bætt með
gröfum þeim, er þegar eru á sambandssvæðin, nema þá að
þær verði teknar frá öðrum aðkallandi verkefnum.
Styrkur sá, sem búnaðarsambandið hefur veitt til véla-
kaupa, hefur numið um kr. 10.000.00 til vélasamstæðu,
skurðgröfu og beltisvélar og upp í kr. 12.000.00, þar sem
keyptar hafa verið tvær beltisvélar auk skurðgröfu.
Útlit er fyrir, að sumarið 1950 verði 9 beltisvélar, sem eru
eign ræktunarsambanda, að starfi á sambandssvæðinu,
og 5 skurðgröfur, þar af tvær eign vélasjóðs. Tvær þessar
skurðgröfur þurfa þó gagngerðra aðgerða við, til þess að vera
12*