Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 160
163
Faxaflóa, og uppskeran engan veginn svo lítil. Líklegt má
og telja, að nokkur kornyrkja hafi enn haldizt við Breiða-
fjörð norðanverðan, en sennilega hefir henni verið tekið
að hnigna annars staðar.
En nú má svo heita, að vitnisburðirnir um kornyrkju
þrjóti, enda er nú komið að lokum hennar. Þó segir Sig-
urður Stefánsson í íslandslýsingu sinni, um 1593, að víða
á Suðurlandi reki menn enn kornyrkju með góðum árangri,
en gefur þó einnig í skyn, að menn séu að týna henni niður
og þyki hagkvæmara að kaupa erlent korn.1) Ennfremur
segir Arngrímur lærði í Crymogæa 1602, „að hann hafi
heyrt að nokkrir bændur á Suðurlandi hafi reynt þetta (þ. e.
kornyrkju) næstum því til þessa tíma.1) Má af þessum um-
mælum fullyrða ,að ekki hafi kornyrkjan lagzt niður að fullu
fyrr en undir 1600.2)
Hnignun kornyrkjunnar og endalok.
Allmikið hefir verið ritað og rætt um, hverjar orsakir
hafi til þess legið, að kornyrkja lagðist niður hér á landi.
Skal hér drepið á hið helzta.
Jón Snorrason, sem telur, að kornyrkjan hafi lagzt all-
miklu fyrr niður en hér er talið, telur þessar orsakir helztar:
1) Tilvitnanirnar teknar úr riti Sig. Þór.: Tefrokronol. Studier, 140—141.
2) Rétt þegar verið er að byrja að setja ritgerð þessa barst mér í hendur
3. h. XV. bindis Islenzks fornbréfasafns. Þar á bls. 545—704 eru prentaðir
máldagar Gísla biskups Jónssonar, sem talið er að skráðir séu á árunum
1570—1579, sumir þó ef til vill nokkru eldri. Tími hefir ekki unnizt til að
kanna þessa máldaga til hlítar, ef um nokkra nýja staði væri að ræða, þar
sem líkur bentu til kornyrkju, en af stöðum þeinl, sem getið er hér að
framan, eru ákvæði, er benda til að kornyrkja hafi verið stunduð enn óbreytt
á þessum stöðum: Loftsstöðum, Þorktíllustöðum og Húsatóltum í Grindavík,
Hlið í Þorskafirði, Skdlanesi í Gufudalssveit og Hvoli í Fljótshverfi. Bera
þessir vitnisburðir að sama brunni um það, að kornyrkjan hafi enn haldizt
á nokkrum stöðum fram eftir 16. öldinni. Því að svo virðist við lauslegan
samanburð á Gísla máldögum við hina eldri, að þar sé margt niðurfellt af
eldri ítökum, sem gagnslaus hafa verið orðin. Er þessi heimild því hin
merkasta.
11*