Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 172
175
mælti fremur með erindaflutningi um atvinnumál í skólum,
enda fjárframlög af skornum skammti frá félaginu í þessu
skyni. — Þegar hér var komið, mætti einn af fulltrúunum úr
Akureyrardeild, Þorsteinn Davíðsson, á fundinum.
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Jakob Karlsson.
Brynleifur Tobiasson.
Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 10. des. 1949.
Ár 1949, þ. 10. des., var aðalfundur Ræktunarfélags Norð-
urlands haldinn á heimili Ólafs Jónssonar, framkv.stj., og
hófst fundurinn kl. 13.20.
Steindór Steindórsson, menntaskólakennari setti fundinn
í fjarveru formanns og stýrði honum. Fundarritari var Jón
G. Guðmann.
Því næst var gengið til dagskrár:
1. Lagt fram kjörbréf fulltrúa, og þar sem ekkert fannst
við það að athuga, voru eftirtaldir fulltrúar samþykktir frá
æfifélagadeildinni á Akureyri: Ármann Dalmannsson, Jón
G. Guðmann, Jónas Kristjánsson, Þorsteinn Davíðsson,
Brynleifur Tobiasson, Júníus Jónssoon, Kristján Sigurðsson,
kennari. — Auk þeirra sátu fundinn: Ólafur Jónsson, fram-
kv.stj., og form. B. S. E., Hólmgeir Þorsteinsson, búnaðar-
þingsfulltrúi.
2. Reikningar félagsins fyrir árið 1948.
Framkvæmdastjóri las reikningana og skýrði þá:
Eignir í árslok ................ kr. 244019.75
Hagnaður ....................... - 4387.93
Reikningarnir voru endurskoðaðir og höfðu endurskoð-
endur bent á, að hvergi væri getið leigumála félagsins við