Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 181
184
sára lítil, en í þeim er eigi talin vélaframræsla. Hafa sumarið
1949 verið grafnir um 30 km í opnum skurðum, um 115
þús. m3 að rúmmáli. Ennþá rneira mun þó hafa verið grafið
1948.
Þá hefur dálítið verið kílræst, og mun sú framkvæmd auk-
ast verulega. Ég er ákveðinn þeirrar skoðunar, að kílræsin
eigi ekki að teljast styrkhæf til jarðabóta. Ekki af því, að
ég telji þau eigi vel nothæf, heldur af því, að þau eru mjög
ódýr og dregur lítið um styrk á þeim. Uttekt þeirra má telj-
ast ógerleg, nema þau séu mæld um leið og þau eru gerð.
Húsabæturnar þarf ég ekki að fjölyrða um. Þær eru yfir-
leitt gerðar undir handleiðslu sérfróðra manna og vel gerð-
ar, að svo miklu leyti, sem ég get um dæmt. Þessi tvö ár eru
gerðir 5000 m3 áburðargeymslur, og munu þær rúma árs-
áburð 500 kúa. Heygeymslurnar á sama tíma munu rúma
um 3400 töðuhesta, eða nær 1000 kýrfóður. Hér við bætist
svo, að í samræmi við þetta er víða nýlokið eða í undir-
búningi bygging myndarlegra fjósa.
A mælingarferðum mínum hefur margt borið á góma, og
hef ég reynt að veita þær leiðbeiningar, sem mér var unnt.
Einkum hef ég lagt áherzlu á að leiðbeina um ræktun, því
mér er það vel ljóst, að þar skortir nokkuð á, að nógu snyrti-
lega og skipulega sé að unnið. Alltof mikið brennur það
við ennþá, að félagsvélunum (beltisdráttarvélunum) er ætl-
að að ljúka ræktuninni að fullu, í stað þess að æskilegast er,
að bændurnir geti sjálfir gengið frá flögunum með eigin
hestum eða vélum og verkfærum.
Súgþurrkun breiðist ört út í héraðinu, og ber oft á góma,
og hef ég reynt að bera á milli þá reynslu, sem fengin er
um þessa heyverkun, en það er eitt af meginhlutverkum
ráðunautanna, að safna reynslu bændanna og flytja hana
milli þeirra.
Úttekt vélskurðanna er allmikið verk, og dálítið hef ég
gert að mælingum fyrir framræslu.