Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 152
155
og nýr ábúandi tæki við. Nú eru fardagar fyrst í júní, og
getur sáning því ekki hafa farið fram síðar en í maí. Benda
má á, að reynsla Klemensar á Sámsstöðum er, að heppileg-
asti sáðtíminn sé frá 20. apríl til 10. maí, og er ekki ósenni-
legt, að forfeður vorir hafi reynt hið sama, og þeir hafi sáð
í maímánuði, enda oft ekki unnt að hefja jarðvinnslu fyrr.
Á uppskerutíma er hvergi minnzt í heimildum nema um
veizluna á Reykhólum, en þar var haft nýtt mjöl í ágúst-
byrjun. Ef rétt er hermt, hefir það einungis verið jarðyln-
um þar að þakka, að kornið var svo snemmþroskað. En geta
má þess, að september kallaðist til forna kornskurðarmán-
uður. Nafnið kann að vísu að vera komið frá Noregi, en
hitt mun þó víst, að uppskeran hefir farið fram í þeim
mánuði.
Hér skal ekki rætt um kornskurðinn, né meðferð korns-
ins þar á eftir.
B. M. Ó. hefir með nákvæmum útreikningum leitt rök
að, hversu stór akurlönd þau hafi verið, sem getið er í hin-
um fornu heimildum. Leggur hann þar til grundvallar
kornmálin fornu, og hve stórt land hafi svarað hverju máli.
Samkvæmt þeim útreikningum eru:
Sáld 146.5 lítrar sældingur 41.49 arar
Mælir 24.4 — mælisland 6.94 —
3 mælar 73.2 — þrímælingur 20.75 —
Helmingur 12.2 — helmingsland 3.46 —
Fjórðungur 6.1 — fjórðungsland 1.73 —
Eftir þessum forsendum má síðan finna akrastærðina.
Einnig má gera sér hugmynd um uppskerumagnið, eftir
því, hversu mikið korn skyldi niður fært. Telur B. M. Ó.
hana sexfalda við útsæði. En það hyggur Klemens á Sáms-
stöðum fullríflegt.
Nokkrar þeirra akraleifa, sem lýst er í Árbókum Fom-
leifafélagsins hafa verið mældar, og er stærð þeirra þessi: