Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 104
106
Þurrefnismagn kartaflanna er lítið rannsakað. Þó var
þetta athugað nokkur ár og kom í Ijós, að það var mjög mis-
jafnt. Bezt þurrefnismagn liöfðu afbrigðin Gullauga, Rauð-
ar íslenzkar og Great scot, en önnur, eins og Arron banner
og Up to date, voru þurrefnissnauð. Á töflu XC má sjá með-
alþurrefnis % nokkurra afbrigða og þurrefnismagn það,
sem þau hafa gefið, samkvæmt því, að meðaltali fyrri tíma-
bilin 1934—’41 og 1942—’48, talið í 100 kg á ha og hlut-
íöllum.
TAFLA XC.
Þurrefnismagn og þurrefnisuppskera nokkurra kartöfluafbrigða.
Þurrefni 1934- -1941 1942- -1948
Afbrigði % Hlutf. Þe.usk. Hlutf. Þe.usk. Hlutf.
Lrp to date .... 13.5 100 37.1 100 28.3 100
Rauðar ísl 16.4 121 37.6 101 29.8 105
Gular Ak 15.4 114 37.4 132
Skán 15.1 112 36.0 97 36.2 128
Gullauga 17.1 131 32.5 88 39.1 138
Great Scot .... 16.7 124 32.5 88
Arron Pilot ... 14.6 108 17.7 48
Arron Banner . 12.1 90 21.6 58
Sést þá, að fyrra tífnabilið gefa Rauðar ísl. mest þurrefn-
ismagn, en síðara tímabilið Gullauga. Þetta eru líka tvimœla-
laust eftirsóttustu afbrigðin til matar, einkum Rauðar ís-
lenzkar. Báðar teljast þœr líka í úrvalsflokki sölukartaflna og
því verðmcetari heldur en önnur afbrigði. Tímabilið 1942—
1948, hafa Rauðar ísl. gefið tiltölulega lága heildarupp-
skeru. Þessu veldur vafalaust að nokkru, að alhnörg léleg
kartöfluár falla á þetta tímabil. Einnig það, að öll þessi ár er
tilraunin gerð í nýræktarlandi, en Rauðar ísl. þurfa góðan,
vel ræktaðan jarðveg til þess að njóta sín sæmilega.
Um þol afbrigðanna gegn sjúkdómum, verður ekki mik-