Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 80
82
sennilega er ávinningur að þekja rneð örlitlu moldarlagi,
einkum ef grasrótin er þétt. Þess mun síður þörf i nýjum
sáðsléttum, meðan rótin er gisin. Auk þess, sem kleift er á
þennan hátt að rcekta smára i gömlum grassléttum, þá getur
lika oft verið álitamál, hvort ekki sé rétt að geyma sáningu
smárans, í nýjar sáðsléttur, þar til á öðru eða þriðja ári.
einkum ef arfi er mikill i þeim, þvi að arfinn kœfir smárann
mjög greiðlega.
2. Smárasléttur á alltaf að slá snemma til þess að smárinn
geti haldið velli, en einkum er þetta þó áríðandi, þar sem
smára er sáð i gróið land, meðan smárinn er að eflast.
3. Þótt enginn árangur sjáist af smitun smárafrœsins, ber
þess að gceta, að smáraslceðingur var i sléttunni og smitunar
því eigi bein þörf. Öðru máli getur þvi gegnl, þar sem eng-
inn smári er fyrir. Ekki er ósennilegt, að mylding fræsins sé
nauðsynlegri þegar frœið er smitað.
IV. Ymsar nýyrkjutilraunir.
í þessum flokki verða aðeins taldar sárfáar tilraunir. Ef
til vill hefðu tilraunirnar með skjólsáð og eftirsáningu átt
hér fremur heima heldur en í flokknum næsta á undan, en
slík skipting er þó alltaf áitamál og ekki mikils verð.
1. Áhrif eins til þriggja slátta á sáðsléttu á fyrsta ári.
Svo sem kunnugt er sækir arfi oft í sáðsléttur, sem gerðar
eru eftir forræktun, einkum fyrstu árin. Öruggasta ráðið til
þess að útrýma arfanum, er að slá hann þannig, að sáðjurt-
irnar nái yfirhönd. Tilraunir þær, sem hér fara á eftir, eru
gerðar til þess að fá úr því skorið, hvort vinningur sé að slá
slíkar sléttur oft fyrsta árið. ("Tafla LXXVI og LXXVII).
Árið 1938 eru gerðar tilraunir með einn til þrjá slætti á
bæði hreinni grassléttu og smárasléttu ,sem sáð er í það ár
31. maí. Arfi var mikill í sléttunni og er uppskeran ekki