Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 92
94
sem gerlegt er að dreifa sáningu yfir, ef von á að veta nm
þroska, svo skammur, að ógerlegt er að hafa marga sáðtíma
nema biliö milli þeirra sé örstutt. (Tafla LXXXII).
Sáðtímar féllu þannig 1934: 3., 12., 22. og 30. maí, en
1935: 4., 13., 21. og 30. maí.
Augljóst er, að fyrsti sáðtími gefur mest og bezt þroskað
korn. Síðari sáðtímar gefa hins vegar oftast meiri hálm, en
heildarfóðurgildi fer þó minnkandi eftir því sem seinna er
sáð.
2. Afbrigðatilraunir með bygg og hafra.
Á árunum 1935—1938, voru reyndar hjá Ræktunarfélag-
inu nokkrar tegundir af byggi og höfrum. Nokkrar þessar
tegundir voru þó aðeins reyndar einu sinni, og verða þær
ekki teknar hér með. Ástæðan til þess, að tegundum þessum
var kastað eftir svo skamma reynslu, var oftast nær sú, að
þær þroskuðu eigi nothæft útsæðiskorn, en örðugleikar á
því að útvega nýtt útsæði. Afbrigðin í tilraunum þessum
reyndust harla breytileg, og verður sá munur ekki
séður, nema að litlu leyti, af uppskerunni einni. Segja má,
að höfuðþunga verði að leggja á það, að kornið sé bráð-
þroska, þess öruggari er sæmileg uppskera af nothæfu korni.
Mikill hálmvöxtur eykur fóðureiningafjöldann, en er hins
vegar fremur merki um að tegundin sé seinþroska og gefi
lélegt korn. Auk þess eru hálmríkar tegundir oft strálinar og
hættir til að fara í legu. fTafla LXXXIII A og B).
Sölenbygg er eitthvert bezta afbrigðið, sem reynt var i
byggtilrauninni. Það er heldur fljótvaxnara og mun strástif-
ara heldur en Dönnesbygg, sem er annars góð tegund. Holt-
bygg er jijótvaxið en heldur kornrýrt og gefur mjög lítinn
hálm. Siðustu árin hefur veúð notað, í Gróðrarstöð Rf. Nl.,
byggafbrigði, sem nefnist Flöjabygg og er til muna fljót-
vaxnara heldur en Sölenbygg og virðist gefa eins mikið eða
meira korn.