Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 105
107
ið rætt rætt hér. Fáir alvarlegir sjúkdómar herja kartöflur
hér norðanlands. Dálítið ber öðru livoru á kláða (Actino-
myces scabies) og tíglaveiki, en einna mestan skaða gerði
lengi vel stöngulveikin (Erwinia phytophthora). Afbrigðin
voru mjög misnœm fyrir pessari sýki. Kerrs pink t. d. mjög
næm og Arron pilot, Arron banner, Skdn, Rogalands rauð-
ur og fleiri all næm. Eina afbrigðið, sem telja md nærri
ónœmt fyrir stöngulveiki, er Rauðar ísl. Af öðrum sjúkleg-
um fyrirbrigðum, sem rýra uppskeru einstakra afbrigða, má
nefna, að Gular Akureyrarkartöflur eu oft mjög vanskapað-
ar og Gullauga hættir mikið til að springa. Sjálfsagt á jarð-
vegur og veðrátta nokkurn þátt í þessu.
Þegar þetta allt er athugað, verður að telja Gullauga og
Skdn dlitlegustu, snemmvöxnu afbrigðin, sem reynd hafa
verið, en Rauðar isl., Ben Lomond og ef til vill Gular Ak-
ureyrar, dlitlegust af peim seinvaxnari.
2. Úrval úr Rauðum islenzkum karlöflum.
Að því hefur áður verið vikið, að verið geti, að fá megi
endurbætta stofna (Klona) úr sumum þeim gömlu kartöflu-
afbrigðum, er enginn veit uppruna að, en ganga undir nafn-
inu íslenzkar kartöflur. Verður þá að byrja á því að velja
einstök, álitleg grös og halda afkvæmum hvers einstaks grass
sér, þar til fullreynd er afkastageta þeirra og aðrir eigin-
leikar.
Úrval, af þessu tagi, var framkvæmt í Rauðum ísl. kartöfl-
um í Gróðrarstöð Rf. Nl. 1936, og var reynslu stofnanna
lokið 1942, og hafði þá tekizt að velja úr endurbætta tegund,
sem fyrst gekk undir nafninu Rauðar nr. 25, en síðar hefur
almennt verið nefnd Olafsrauður. Skýrsla utn úrval þetta er
í Ársriti Rf. Nl., 1941 — 1942, bls. 33. Hér verður aðeins gerð
lausleg grein fyrir samanburði Olafsrauðs við önnur af-
brigði, og þá einkum afbrigðið, sem valið er úr, Rauðar ísl.
(Tafla XCI).