Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 121
þær hagnýtu bendingar, sem þar er að finna, gilda fyrst og
fremst fyrir Norðurland, og sumar jafnvei fyrir enn þrengra
svið; aðrar hafa þó meira eða minna almennt gildi. I þessu
sambandi má benda á það, að til er hjá Búnaðarfélagi Islands
mikið af skýrslum um tilraunir úr öðrum landshlutum,
bæði frá Eiðum, Gróðrarstöðinni í Reykjavík og víðs vegar
af landinu, auk þess, sem á tilraunastöðinni á Sámsstöðum
er samansafnaður mjög mikill tilraunaárangur, en um þess-
ar tilraunir hefir engin heildarskýrsla verið gefin, þótt þeirra
hafi verið getið á víð og dreif eða einstakir þættir þeirra
raktir nokkuð. Er mikil nauðsyn að fá gerða úr þessu efni
heildarskýrslu, hliðstæða þeirri, er hér kemur fyrir almenn-
ings sjónir. Vafalaust mundi slíkt heildaryfirlit styrkja
margar þær tilraunir, sem hér eru raktar, og jafnframt sýna
glöggt þann mun, sem ólík veðrátta og jarðvegsskilyrði í
hinum ýmsu landshlutum valda.
Það er ósk mín, von mín og trú, að í framtíðinni skorti
hvorki áhuga, starfskrafta eða fé til þess, að unnt verði að
halda áfram því byrjunarstarfi, er hér hefur verið unnið,
með auknum krafti, þekkingu og tækni. Það, sem þegar
hefur verið gert, er á ýmsan hátt frumstætt, ófullkomið og
ófullnægjandi, en hefur þó, ásamt tilraunum Búnaðarfélags
Islands, verið sá grundvöllur, sem stórauknar ræktunar-
framkvæmdir hafa orðið að byggja á, og getur vafalaust í
framtíðinni reynzt nothæf undirstaða nýrra, víðtækra rann-
sókna og tilrauna, er miða að því að ráða þá gátu, hvernig
hagkvæmast og arðvænast er að rækta íslenzka jörð.
• . í nóvember 1949.
Ólafur Jónsson.