Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 135
138
kallað bæinn að Ökrum.1) Bæjarnafnið, sem enn er til,
styður þessa frásögn. Örnefni þar eru Akurhóll og Akranes.
Síðara nafnið gæti verið dregið af bæjarheitinu. í hól þar,
er Kastali heitir, sjást minjar, er gætu verið eftir akra.2)
Önnur örnefni og minjar eru: Akurlönd, örnefni í túni
í Straumfirði. I Knarrarnesi og Skutulsey hafa menn þótzt •
sjá leifar fornra akra.
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla.
Skógarnes í Miklaholtshreppi. 1181 segir, að Miklaholts-
kirkja eigi akurgerði í Skógarnesslandi. Helzt það óbreytt í
máldögum 1354 og 1397.3)
Staður á Ölduhrygg. í riti Hannesar Finnssonar biskups,
Breve om Agerdyrkningens Muelighed i Island, segir, að á
siðaskiptatímunum skömmu eftir 1500, finnist skráð, að
faðir Marteins biskups hafi við öll hátíðleg tækifæri notað
heimaræktað korn.4) Af því að heimildir eru ekki greindar
nánar, hafa bæði B. M. Ó. og Þ. Th. dregið þessa frásögn
í efa. En þar sem um jafnmerkan mann og Hannes biskup
er að ræða, tel ég vafalítið, að hann hafi haft öruggar heim-
ildir fyrir þessum ummælum sínum.
Ósar (Ósakot) í Staðarsveit. í kaupbréfi 1384 segir, að
Hraunhafnarbakki eigi tveggja fjórðunga sæði fyrir neðan
Ósa.5)
Búðir í Staðarsveit. í kaupbréfi 1366 stendur, að Kálfár-
vellir eigi tveggja mæla sæði árlega við Búðir. I öðru kaup-
bréfi 1384 stendur „tveggja fjórðunga sæði í Undirheim-
um við Búðir“.6)
1) Egils saga Skallagrímssonar, 75.
2) Árbók Fornleifafélagsins 1908, 28.
3) fsl. fornbréf I, 273; IV, 179.
4) Bls. 65.
5) ísl. fornbréf III, 373.
6) ísl. fornbréf III, 210, 373.