Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 157
160
að á biskupsdögum hans, þ. e. 1195—1211, eða um 1200,
varð hallæri, og brugðust mönnum „sáð og sæföng“. Biskup
lét þá heita á heilagan Þorlák til árbótar, og skyldi hver
bóndi gefa fátækum á Þorláksmessu um sumarið sauðanyt
að morgunmáli, en vöndul heys af kýrfóðri hverju, en mörk
af mjölvætt hverri, og kom aldrei síðan hallæri meðan Páll
biskup lifði.1) Áheit þetta virðist mér vera ein allra bezta
sönnunin fyrir því, hve kornyrkjan hefir verið útbreidd í
biskupsdæmi Páls um þær mundir, þar sem mjöl er í áheit-
inu talið við hliðina á tveimur algengustu framleiðsluvör-
unum, sauðamjólkinni og kýrfóðrunum. Þótt engu væri
öðru til að dreifa, teldi ég þessa heimild óyggjandi um al-
menna kornyrkju á Suðurlandi um 1200. En ekki væri ó-
sennilegt, að einmitt hallæri það, sem hér segir frá, hefði
gert út af við það, sem enn kann að hafa verið eftir af korn-
yrkjunni norðanlands.
Þá má geta annálanna. I þeim er þrisvar getið um korn-
yrkju á 14. öld. Skálholtsannáll segir 1331: Úáran á korni á
Islandi," og 1352: „Hallæri mikið á sjó og sáði.“2) Þá segir
Lögmannsannáll 1389: „Surnar hart og spilltust mjög akrar
og hey.“3) Þessi ummæli annálaritaranna hníga öll í sömu
átt. Þar sem þeim hefir verið kunnugt, hefir kornyrkjan enn
verið algeng, því að annars hefði óáran á korni ekki verið
annálsverð. En athyglisvert er þó í þessu sambandi, að á
þessari öld hafa a. m. k. koinið þrjú ár, sem mjög voru óhag-
stæð kornyrkjunni. Gegn þessu virðast þó ummæli Arngríms
ábóta um miðja 14. öld mæla, en hann segir, að korn vaxi í
fáum stöðum sunnanlands. En sá góði maður hefir mikla
tilhneigingu til að gera sem minnst úr öllum landskostum,
til þess að gera sem mesta dýrð söguhetju sinnar, Guð-
mundar biskups hins góða. En hitt er víst, eins og áður
hefir verið getið, að akuryrkjan var ekki neinn meginþáttur
1) Biskupa sögur I, bls. 137.
2) íslenzkir annálar, 206, 214.
3) íslenzkir annálar, 284.