Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 133
136
Arnarnes, 1 tn. öl.
Hagi, 1 tn. öl.
Arnarhóll, 1 tn. öl.
Hvaleyri, 1 tn. mjöl.
Bjarnarhús, Miðnesi, 1 tn. mjöl.
Bdrekseyri, Álftanesi, 1 tn. mjöl.
Þá er þess getið í Jarðabók Á. M., að til forna hafi meðal
annars verið mjöltunna í landskuld Hausastaða á Álfta-
nesi.1)
Örnefni í þessum sýslum auk þeirra, sem þegar er getið,
eru þessi: Akrakot á Álftanesi, Akurgerði, fyrr hjáleiga frá
Görðum, Bygggarður á Álftanesi, Kornstapahraun (?) suður
frá Hafnarfirði. Þá er þess getið, að greinilegar akraminjar
séu í Músanesi í landi Brautarholts á Kjalarnesi.
Borgarfjarðarsýsla.
Akranes. Á nokkrum stöðum í sögum er minnzt á mjöl-
kaup og mjölflutninga þaðan. í Fóstbræðra sögu segir, að
Jöðurr á Skeljabrekku færi þangað til mjölkaupa.2) Þar
keypti Sturla Sighvatsson mjöl og skreið 1236,3) og loks gaf
Þorleifur í Görðum Þorgilsi skarða 2 sáld malts 1257.4)
Með tilliti til nafnsins og nokkurra fleiri örnefna þar má
telja fullvíst, að á Akranesi hafi verið stunduð allmikil
kornyrkja.
Brekka á Hvalfjarðarströnd. í fógetareikningunum, sem
fyrr var getið, er landskuld á Brekku m. a. 1 tn. mjöl, sem
búandanum var þó eftir gefin fyrir efnivið og ýmis ómök.5)
Ás i Melasveit. í máldaga Melakirkju 1181 er getið um
1) Jarðabók Árna Magnússonar III, 190.
2) Fóstbræðra saga, 7.
3) Sturlunga I, 397.
4) Sturlunga II, 210.
5) Isl. fornbréf XII, 107.