Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 69
71
Á töflu LXVI, er svo samanburður á búfjáráburði og til-
búnum áburði, í fornræktuðu og nýræktuðu landi.
Af tilraunum þessum má draga eftirfarandi ályktanir:
1. Sáðsléttan hefur að meðaltali öll ár.in gefið frá 15—35%
meiri uppskeru heldur en paksléttan, en grceðisléttan 1—6%
minni uppskeru, en petta samsvarar pvi, að sáðsléttan gefi
árlega 11—18 heyhestum meiri uppskeru, en grœðisléttan
1—5 heyhestum minni uppskeru af ha heldur en paksléttan.
Mestir eru yfirburðir sáðsléttunnar fyrstu árin, en lcekka
svo niður að vissu marki. Mest hefur dregið úr peim i forn-
rcektaða landinu með búfjáráburði. Sennilega eru höfuð-
ástceðurnar fyrir pessum vaxtarmun, að vaxtarrými plantn-
anna er hentugra í sáðsléttunni heldur en i hinum sléttun-
um og sáðgresið hagnýtir betur áburð og frjóefni jarðvegsins
heldur en óvalinn frumgróðurinn.
2. Áburðarskammtar peir, sem notaðir hafa verið, voru
ekki hnitaðir (eqvivalent). Vafalaust hafa búfjáráburðarlið-
irnir fengið meira af jurtanceringu heldur en hinir. Tilbúni
áburðurinn hefur þó gefið betri raun og er tvennt sem veld-
ur: Betra notagildi tilbúna áburðarins og að frjóefnaforði
jarðvegsins gengur til þurrðar fyrstu árin. Sést þetta gleggst
í nýœktinni. Búfjáráburðurinn gefur þar mjög fljótlega eins
góðan eða betri árangur heldur en tilbúni áburðurinn. I
fornrœktinni hefur náttúrleg frjósemi landsins miklu méiri
áhrif á uppskeruna, sem tilbúni áburðurinn gefur, allt til-
raunatimabilið. Athyglisvert er, að árið 1930 stígur upp-
skeran talsvert á búfjáráburðarliðunum, samhliða því, sem
hún fellur á hinum. Þetta mun mega rekja til þess, að þá er
hland fyrst borið á sérskilið.
3. Þegar horfið er frá búfjáráburði til tilbúins áburðar,
stígur uppskeran mikið fyrst i stað, meðan forði sá, er safn-
ast hefur við notkun búfjáráburðarins, er að eyðast. Hið
gagnstæða á sér stað þegar skipt er frá tilbúnum áburði til
búfjáráburðar, þá lækkar upþskeran fyrst í stað, þar til