Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 15
KRINGUM KRINGLU 15 sem Finnur Jónsson vísar til þeirra, en neðan til á fyrri blaðsíðunni og um miðbik þeirrar síðari djarfar fyrir strikum af þessu tagi dregnum með stíl, eins og algengt er í handritum.) Spássíur hafa verið vel breiðar, einkum ytri spássíur, en leturflötur er um það bil 17,1 sm. að breidd en rúmir 23 sm. að hæð. Skriftin er tvídálka, línulengd nálægt 8 sm. og 42 línur í hverjum dálki. Kaflaskipti eru sex í þessum fjórum dálkum, og kaflafyrirsagnir eru rauðar að venju og óvanalega skýrar eins og reyndar skriftin öll. Upphafsstafir eru tveir rauðir, tveir mosagrænir, einn grasgrænn og einn blár. Á jöðrum þessara lita má víða sjá gular rendur, þannig að vera má að upphafsstafirnir hafi verið teiknaðir með gulum lit áður en þeir vóru málaðir með aðallitnum. Annar mosagrænu upphafs- stafanna er auk þess með ofurlitlu rauðu flúri. Heldur lítið rúm hefur verið ætlað fyrir upphafsstafi kafla, aðeins tvær línur lítið eitt inn- dregnar, þannig að meira en helmingur hvers upphafsstafs er á spássíu eða milli dálka. Auk upphafsstafa kafla standa upphafsstafir fáeinna málsgreina framan við dálkjaðar, þar sem svo stendur á að ný málsgrein hefst með nýrri línu. Loks hefur skrifari sett v á spássíu á þeim tveim stöðum þar sem vísur eru í texta. Miðað við textann á blaðinu reiknaðist Finni Jónssyni svo til (í inngangi Heimskringlu) að í Kringlu hefðu í öndverðu verið um það bil 180 blöð. 7. Tngri utanmálsskrif Á blaðinu eru þrjár greinar, skrifaðar á 16. öld. (1) Milli dálka á fyrri síðu stendur „prou(erbium)“, og uppi yfir orðinu er mynd af hendi sem bendir inn í fremri dálk þar sem Önundur Svíakonungur er látinn taka sér í munn orðskviðinn ‘og er gott heilum vagni heim að aka’, sbr. mynd á bls. 14. (2) Á hægri spássíu sömu blaðsíðu stendur „Aff V[lf] j Jar[l]“ úti fyrir upphafi kafla sem ber fyrirsögnina ‘Frá Knúti konungi og Úlfi jarli’. (3) Milli dálka á seinni blaðsíðunni stendur „nohz“ (að því er virðist; Finnur Jónsson las „uaro“), og mun það eiga við ummæli um Luci<u>skirkju í Hróarskeldu í línunni vinstra megin við athugasemdina. Finnur Jónsson fullyrti í inngangi sínum að ljósprenti Kringlu 1895 að (2) væri með sömu hendi og sumar spássíugreinar í Fríssbók. Jafn- framt taldi Finnur að þetta væri að öllum líkindum með sömu hendi

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.