Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 15
KRINGUM KRINGLU 15 sem Finnur Jónsson vísar til þeirra, en neðan til á fyrri blaðsíðunni og um miðbik þeirrar síðari djarfar fyrir strikum af þessu tagi dregnum með stíl, eins og algengt er í handritum.) Spássíur hafa verið vel breiðar, einkum ytri spássíur, en leturflötur er um það bil 17,1 sm. að breidd en rúmir 23 sm. að hæð. Skriftin er tvídálka, línulengd nálægt 8 sm. og 42 línur í hverjum dálki. Kaflaskipti eru sex í þessum fjórum dálkum, og kaflafyrirsagnir eru rauðar að venju og óvanalega skýrar eins og reyndar skriftin öll. Upphafsstafir eru tveir rauðir, tveir mosagrænir, einn grasgrænn og einn blár. Á jöðrum þessara lita má víða sjá gular rendur, þannig að vera má að upphafsstafirnir hafi verið teiknaðir með gulum lit áður en þeir vóru málaðir með aðallitnum. Annar mosagrænu upphafs- stafanna er auk þess með ofurlitlu rauðu flúri. Heldur lítið rúm hefur verið ætlað fyrir upphafsstafi kafla, aðeins tvær línur lítið eitt inn- dregnar, þannig að meira en helmingur hvers upphafsstafs er á spássíu eða milli dálka. Auk upphafsstafa kafla standa upphafsstafir fáeinna málsgreina framan við dálkjaðar, þar sem svo stendur á að ný málsgrein hefst með nýrri línu. Loks hefur skrifari sett v á spássíu á þeim tveim stöðum þar sem vísur eru í texta. Miðað við textann á blaðinu reiknaðist Finni Jónssyni svo til (í inngangi Heimskringlu) að í Kringlu hefðu í öndverðu verið um það bil 180 blöð. 7. Tngri utanmálsskrif Á blaðinu eru þrjár greinar, skrifaðar á 16. öld. (1) Milli dálka á fyrri síðu stendur „prou(erbium)“, og uppi yfir orðinu er mynd af hendi sem bendir inn í fremri dálk þar sem Önundur Svíakonungur er látinn taka sér í munn orðskviðinn ‘og er gott heilum vagni heim að aka’, sbr. mynd á bls. 14. (2) Á hægri spássíu sömu blaðsíðu stendur „Aff V[lf] j Jar[l]“ úti fyrir upphafi kafla sem ber fyrirsögnina ‘Frá Knúti konungi og Úlfi jarli’. (3) Milli dálka á seinni blaðsíðunni stendur „nohz“ (að því er virðist; Finnur Jónsson las „uaro“), og mun það eiga við ummæli um Luci<u>skirkju í Hróarskeldu í línunni vinstra megin við athugasemdina. Finnur Jónsson fullyrti í inngangi sínum að ljósprenti Kringlu 1895 að (2) væri með sömu hendi og sumar spássíugreinar í Fríssbók. Jafn- framt taldi Finnur að þetta væri að öllum líkindum með sömu hendi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.