Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 50
50 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI og 30. marz 1939, enda kveðst hann í bréfi 19. apríl 1939 ekki vita, hvernig hann eigi nógsamlega að biðja Sigurð afsökunar á tómlæti sínu og hirðuleysi. Hann er þó hress í bragði, þegar hann fer að ræða áhugamálin, og segir þar, er hann víkur að Árnanefnd og viðfangs- efnum hennar: ,,Ég býst við, að Arup hafi endanlega fengið þessar 25 þús. á ári í finrm ár - allt sem ég um það veit er það, sem ég sá í Morgunblaðinu. En fáist þær og friður til starfa, held ég bezt væri að verja þeim til orðabókarinnar. Eftir fimm ár gæti hún verið vel á veg komin, svo að eigi þætti takandi í mál að láta þar við lenda. Mér finnst því bezt að láta fornaldarsögurnar og riddarasögurnar bíða. Við verðum að fá orðabók, það er lífsskilyrði fyrir íslenzku- nám heima og erlendis. Og nú þyrftum við að koma á fundinn með ákveðið plan um orðabókina, svo að þegar megi byrja á verkinu. Ég er sammála Craigie um það, að bezt sé að byggja orðabókina á efn- inu í þeim eldri, en ekki að fara að orðtaka allt á ný, nema það sem ekki var tekið tillit til í þeim fyrri. Ég mun reyna að fá skriflegt álit Craigies um þetta, og þú og þið þarna heima komið fram með ykkar álit. En hér verðum við að vera samtaka, þegar á fundinn kemur. Gæti ekki Einar Ól. Sveinsson staðið fyrir verkinu, því að ég tel efa- samt, hvort Stefán Einarsson fáist.“ Stefán Einarsson minnist á þetta orðabókarmál í grein um Halldór í Árbók Landsbókasafns 1957-58 (pr. 1959) með svofelldum orðum: „Annað stórvirki, sem Árnasjóður beitti sér fyrir, þótt Halldór muni ekki hafa átt frumkvæði að því, var samantekning nýrrar og full- komnari íslenzkrar orðabókar um fornmálið. Þetta var ráðið á fundi 1939, en þegar Halldór kom vestur af honum, bauð hann mér stöðu senr aðalhöfundur orðabókarinnar. Þáði ég það, en komst ekki austur um haf fyrir stríðinu." Halldór víkur öðru hverju að orðabókarverkinu í næstu bréfum og hefur að vonum áhyggjur af því. í bréfi 13. febrúar 1940 þakkar Halldór Sigurði fyrir Andvökur, úrval það, er Mál og menning gaf út og Sigurður sá um. Lýkur Halldór miklu lofsorði á inngang Sigurðar, enda sé hann „sjálfsagt það bezta, sem skrifað hefur verið á íslenzku um líkt efni“. Þá getur hann þess, að Hjalti Jónsson hafi sent sér sögu sína (þ. e. Sögu Eld- eyjar-Hjalta), „og þótti mér mjög gaman að lesa hana. Þar hefur þú gert gott verk að leiða þá saman, hann og Hagalín, því að bókin er stórmerkileg.“ í bréfi 3. október 1943 þakkar Halldór Sigurði eintak af íslenzkri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.