Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 59

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 59
HALLDÓRS HERMANNSSONAR OG SIGURÐAR NORDALS 59 I—« -I«—J-—t" t>~ '< oí 1—, í-* L" ó" hann hafði varðveitt heilan og óbrjálaðan þrátt fyrir nær sex tuga útivist. Sigurður ritaði Halldóri fornvini sínum eftirfarandi þakkarbréf frá Höfn 25. september 1956, og lýkur með því þessari samantekn- ingu um vináttu og bréfaskipti Halldórs Hermannssonar og Sigurðar Nordals: „Kæri vinur, það mætti ef til vill segja um mig, eins og sálma- skáldið kvað um Pílatus forðum: „Þetta, sem helzt nú varast vann, varð þó að koma yfir hann.“ Ég hef verið heldur vantrúaður á af- mælisrit og gagnsemi þeirra og sneitt hjá því að skrifa í þau, og nú get ég samt eki. neitað því, að mér finnst ,,Nordæla“ (hvað sem um nafnið má segja!) prýðilegt og fróðlegt rit og hef haft mikla ánægju af því að lesa hana. En svo margt góðra manna, sem hér hafa lagt hönd að verki, get ég sagt það með sanni, að mér kom það mest á óvart og þótti allra vænst um, er ég sá þitt nafn á meðal þeirra, og skal ég ekki bera við að fara um það þeim þakkarorðum, sem vert væri. Og vissulega hefur þú hér sem oftar fyrr verið hrópandans rödd, þótt erfitt verði í bráð að koma því í lag, sem misráðið hefur verið. Samt veit ég, að þín orð gleymast ekki. Með alúðarkveðjum. Þinn Sigurður Nordal.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.