Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 61

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 61
UM FÓLKSFIÖLLDA Á SUDURLANDE ... 1781 61 bauðst starf við bókasafn Frakkakonungs í París, og einnig bauðst honum kennarastaða við dönsku hirðina. Því boði vildi hann taka, en þá kallaði faðir hans hann heim 1767. Þar var hann svo næstu þrjú ár. Finnur biskup var þá að vinna að hinu mikla verki, Kirkjusögunni, og mun Hannes hafa verið honum til aðstoðar. Síðar sá hann um hana í Kaupmannahöfn, þegar prentun hófst og þar til henni var lokið. Eintak í handritadeild Landsbókasafns komið frá Hannesi er með mörgum athugasemdum hans. Aftur fór Hannes til Kaupmanna- hafnar 1770, hafði verið boðið starf við Arnasafn og var þar næstu sjö ár. Vann að útgáfu fornrita og var ritari Árnasafnsnefndar um skeið. Fór á hennar vegum til Stokkhólms og fann þá brot úr Heiðar- vígasögu. Skrifaði pistil um þessa för sína, og kom hann ekki út fyrr en árið 1934, í Andvara, sænsk þýðing í Stokkhólmi 1936. Hann nefndi hann Stokkhólmsrellu. Það hafði komið til tals að gera Hannes að prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn, en varð ekki af, pólitískar sviptingar í Danmörku á þessum árum (1770-1774) gerðu velunnurum hans erfitt fyrir. Svo fór, að Finnur biskup kvaddi son sinn heim, en Árnasafnsnefnd í Kaup- mannahöfn streittist á móti þeirri för, og í bili mun Hannes hafa kosið að fresta henni og fékk því ráðið. En 1777 var hann vígður aðstoðar- biskup föður síns og fór þá heim, en tók að fullu við embætti 1785. Hann varð fyrir margvíslegum erfiðleikum vegna Móðuharðindanna og stirfni og skilningsleysis yfirvalda, en úr því rættist með ýmsu móti síðar. Hann kvæntist 1780 Þórunni Ólafsdóttur stiftamtmanns Stefáns- sonar, en missti hana eftir fárra ára sambúð 1786. Synir þeirra komust ekki á legg. Hann gekk síðar að eiga Valgerði Jónsdóttur sýslumanns Jónssonar á Móeiðarhvoli, og er út af þeim mikil ætt sem kunnugt er. I biskupsembætti naut Hannes sín vel. Hann var eftirgangssamur við presta bæði um þeirra kunnáttu og ekki sízt barnafræðsluna, sem þeir höfðu á hendi, þeir skyldu færa kirkjubækur sem var nýlunda o. s. frv. Hann var formaður lestrarfélags Suðurlands, sem var hið fyrsta sinnar tegundar, en tæpast ætlað öðrum en lærðum mönnum. Hann gaf út Kvöldvökurnar, og áttu þær geysilegum vinsældum að fagna. Þær voru gefnar út á vegum Landsuppfræðingarfélagsins. Um mann- fækkun af hallærum á íslandi var merkasta rannsókn Hannesar, og margt fleira hafði hann áður gefið út eða samið og liggur í handriti, t. d. í íslenzkum fræðum, landbúnaði, hagfræði, lagaskýringum og réttarsögu fyrir utan margt í guðfræði að sjálfsögðu. Verður þetta ekki frekar talið, en vísað til íslenzkra æviskráa eftir Pál E. Ólason og rits Jóns biskups Helgasonar um Hannes Finnsson, Reykjavík 1936. Þrátt fyrir þann frama allan sem Hannesi Finnssyni stóð til boða erlendis, má nokkurn veginn öruggt telja, að hann hafi ekki haft í huga að setjast þar að. Þetta kemur fram stöku sinnum í bréfum. Til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd, að mennta og manna þjóð sína, varð hann að starfa í landinu, og þannig var hann í sveit settur með stóran frændgarð í mestu áhrifastöðum og síðan mægðir við Stephensenana, sjálfur í biskupsembætti, sem hann mun hafa eygt

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.