Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 65
UM FÓLKSFIÖLLDA Á SUDURLANDE ... 1781
65
Af þeim skrifum er augljóst, að hann studdi hina hvassyrtu bæna-
skrá. Magnús Stephensen var skjalinu samþykkur, hann tók mikinn
þátt í deilum sem af þessu spunnust og sparaði ekki stóryrðin. Þetta
var þjóðarskjal og hefur aldrei hlotið þann sess í sögunni sem því ber.
Skjalið vakti gífurlega reiði stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, og
nú gætti hún betur en nokkru sinni hagsmuna kaupmanna, sem
voru og hagsmunir margra í stjórnarkerfinu. Og engin lagfæring
fékkst. En skjalið sýnir fullvel, hvar vandinn lá raunverulega. Þannig
lýkur þætti Hannesar Finnssonar um hallærin, þó að óbeint sé.
I lok Mannfækkunar segir hann: Island fær tídum hallæri, en
eckert land í Nordr-álfunni er svo fliótt at fiölga á ný manneskium
og bústofni sem þat, og er því eigi óbyggiandi“ (37. gr.). (Þetta
kemur vel heim við hagfræðitölur frá miðri 19. öld.) Það er mikil
hógværð í þessum orðum biskups. Rannsóknin sem kemur fram í
báðum umræddum verkum ber vott um hlutlægni, þar sem rækilega
er vísað til heimilda og samanburður gerður við önnur lönd. Hann
ályktar sem sé, að landið sé kostamikið og íbúum sínum betra en mörg
önnur.
Hannes Finnsson skrifaði tvö rit um hallærin, eins og þegar hefur
verið getið. Var Um mannfækkun af hallærum á Islandi gefið út sem
fyrr segir árið 1796 og þýtt á dönsku 1832 afHalldóri sýslumanni Einars-
syni. Önnur prentun kom svo 1970 í útgáfu Jóns Eyþórssonar ogjóhann-
esarNordals meðformála eftir þann síðarnefnda. Hitt ritið, Um fólks-
fjölda á Suðurlandi og mannfækkun þar 1781, birtist nú á prenti í fyrsta
sinn. Það er varðveitt í eiginhandarriti Hannesar, aðvísu talsvert skert,
í handritasafni Landsbókasafns með safnmarki Lbs. 340 b 4to. Það er á
44 blaðsíðum, og hefur biskupinn stundum skrifað á sendibréf og um-
slög. Á stöku stað hafa göt verið á pappírnum, og hefur biskup skrifað
í kringum þau. Handritið hefur vöknað, og bera margar blaðsíður
þess merki. Fúi er talsverður, svo að eyður eru í handritinu á nokkrum
stöðum og efsti hluti nokkurra blaða hefur horfið með öllu. Auk þess
hefur blekið í einstökum stöfum eða orðum máðst út.
Hornklofar eru settir utan um, þegar reynt er að lesa í málið eða
tekizt hefur að fylla í eyður úr öðrum heimildum. Stafir eða orð sem
vantar í frá upphafi eru sett innan oddklofa. Punktar innan hornklofa
[....] eiga að sýna eininga (stafa) fjöldann sem vantar í handritið á
Jjeim stað, eftir því sem næst verður komizt. í hverri línu handritsins
eru 36-38 einingar.
Að lokum þakka ég forstöðumanni handritadeildar Landsbókasafns,
Grími M. Helgasyni cand. mag., hjálp við handritalestur.