Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 8

Réttur - 01.12.1916, Side 8
- 122 — lagi þá, er nýlega hefir verið bent á í þjóðblaði, sem ein- faldasta og bezta úrræði fyrir þjóðina, en það er að landið kaupi Islandsbanka, hlutabréf hans, og reki hann framveg- is eins og sína eign, en í svipuðu formi og verið hefir. Seðlaútgáfurétturinn fyrir þau ár, sem bankinn á eftir af einkaleyfistímanum, fylgdi að sjálfsögðu með bankanum í hendur þjóðarinnar, og hún sæi fyrir tryggingunni. Lands- bankann þarf að efla og fá honum í hendur innstæðufé það, sem íslandsbanki hefir nú. Hann ætti sérstaklega að vera veðlánabanki að töluverðum hluta, og veita bændum allstór peningalán með löngum gjaldfresti og hagfeld fyrir þá, til þess að þeir geti ráðist í að rækta jörðina í stórum stíl. Par er brýnust nauðsyn á fjármagni. Á því sviði verð- ur bankinn að hafa náið samvinnusamband við héraðs- sjóðina, hann þarf að vera bakhjallur þeirra í peningaút- vegum — eða veita bændum peningalán gegnum þá. Og hafa þannig, með veðunum, til tryggingar eftirlit og ábyrgð héraðanna (sýslunefnda), njóta kunnleiks og þekkingar þeirra. Slíkum þjóðbanka, með deild í hverju héraði, er einstakl- ingum óhætt að veðsetja jarðirnar, það er sama og að veð- setja sýslunni. Hún getur ráðið því, að jarðeignir fari eigi lengra, þó ganga þurfi að veðinu. Gæti oft fremur afstýrt því, að prangarar og erlendir fjárgróðamenn næðu eignar- haldi á þeim. Samkvæmt því, sem hér er lýst, væri fengin samábyrgð og samvinna um peningaverzlun landsins, frá smaladrengn- um, minsta hluthafa héraðsbankans, til þjóðarinnar, hand- hafa Landsbankans. Hlutverk íslandsbanka ætti einkum að vera á útvegs- og viðskiftasviðinu. Auðvitað hljóta bankarnir að grípa nokk- uð hvor inn á annars starfsvið, líkt og nú. En báðir ættu að geta komið fram sem einn aðili gagnvart erlendum við- skiftum og kröfum, og síður haft hvatir til að keppa um að spenna útlánsvexti hærra en brýn nauðsyn byði, þar eð báðir væri þjóðstofnanir. Önnur leiðin, sem hugsanleg væri í þjóðbankamálinu, er sú að landsmenn stofni sérstakan veðlánabanka, með inn- Framhald á 210. bls,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.