Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 42

Réttur - 01.12.1916, Side 42
- 156 - ræktun landsins, og í öliu falli nokkrum hluta af áhöfninni. Auk þess þyrfti hann annaðhvort að kaupa landið eða gjalda leigu eftir það. F*ó nú búast mætti við, að opinber styrkur fengist til fyrirtækisins, þá er auðsætt, að búandinn þyrfti að greiða vexti og afborgun af allhárri upphæð fyrstu árin, og þó jafnframt auka bústofn sinn og rækta út landið. F*etta verður aðalþröskuldurinn á vegi grasbýlismannsins — að koma býlinu í rækt; áður en afurðir þess eru komn- ar fram, nema í litlum mæli. Einn stærsti agnúinn í því efni verður áburðarskorturinn. Hans er margföld þörf, með- an býlið er að komast í rækt, við það sem síðar verður, en einmitt fyrstu árin fellur minst til af honum, eins og geta má nærri. Til þess að ráða bót á þessu nægir ekki ætíð að hafa fé til umráða: Áburður fengist óvíða keyptur til sveita, og þó svo væri, er jafnan afardýrt að draga hann að. Eina úr- lausnin á þessu virðist því sú, að býlin yrði þannig sett, að auðvelt sé til aðdrátta, og ekki lengra frá hafnarstað en svo, að kleyft yrði, að flytja þaðan útlendan áburð eða jafnvel fiskiúrgang, síldarhroða o. þ. h. Slíkri afstöðu fylgdi jafn- Framt sá kostur, að hægra væri að koma afuróum býlisins í hátt verð, ekki sízt, ef t. d. væri hægt að selja þaðan mjólk daglega til nærliggjandi kaupstaðar. En þessi aðstöðuskilyrði kreppa á hinn bóginn svo að útbreiðslu slíkra býla, að af þessari leið virðist ekki mikils að vænta fyrir fólksfjölgun í hinum reglulegu landbúnaðar- héruðum. Til þess því að slík býli, sem byggjast á ræktun einni, ætti að geta risið upp til sveita, þar sem langræði er til allra aðdrátta, virðist aðeins einn vegur: að grasbýlismað- urinn kunni fyrirfram einhverja handiðn, sem geti veitt honum tekjur til að framfleyta fjölskyldu sinni, og gert honum mögulegt að biða eftir þvi, að býlið ræktaðist út með eigin áburðarframleiðslu. Hér er þvi aftur flúið af alfaraleið, til persónulegra und-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.