Réttur - 01.12.1916, Page 58
Verkamannasamtökin.
(Ræða flutt í verkamannafélaginu Dagsbrún sunnud. milli jóla og ný-
árs 1912.)
Eftir Porstein Erlingsson.
í þingfrjálsu löndunum hugsa iðnaðarmenn og alþýða
nú orðið hátt, þótt íslenzku blöðin geti ekki um það. Jafn-
aðarmenn úr öllum ríkjum Norðurálfunnar áttu nýlegafund
í Basel í Sviss. Og fundarefnið var eigi minna en það, að
leita úrræða til þess að fá enda á Balkanstríðið, sem um
tíma leit út fyrir að mundi kveikja í stórveldunum.
Petta sýnist nú nægilegt fundarefni og hátt siglt, en þó
hugsuðu þessir menn hærra. Þeir réðu ráðum sínum um
það í fullri alvöru, að koma í veg fyrir öll stríð framvegis.
Pá er í mikið ráðist, og vera má að ýmsurn hafi þótt þetta
broslegt, og telji það aðeins barnaskap fyrir félitla menn
og lítilmagna, að ætla sér að halda höndum á þjóðhöfð-
ingjum og stjórngörpum Norðurálfu, með 10 þús. milljóna
fjármagni til herbúnaðar að baki sér.
En þjóðveldismenn í Sviss brostu ekki. Bessum mönnum
var fagnað þar, sem alvarlegum erindrekum mannúðar og
menningar.1 Þessum jafnaðarmönnum, sem andstæðir eru
allri lögbundinni trú, og telja sig naumast kristna menn
margir þeirra, var boðin dómkirkjan í Basel — fornheilagt
musteri — til að halda fund sinn í. Og litið svo á, að þeir
væri að hlaða það vígi, sem Jesús frá Nassaret ætlaði sín-
um mönnum að byggja og verja. En kristnin hefir ýmist
látið það vaðast út í hirðuleysi, horft á aðgerðalaus að brot-