Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 60

Réttur - 01.12.1916, Side 60
174 frægan sigur og konungar og keisarar óttast nú ekkert annað meira en að þeir vinni undan sér löndin og þjóð- irnar. Pað er þegar komið svo langt í sumum löndum að jafnaðarmenn ráða miklu um það hver lög ganga fram og hver falla. Svo er það í Þýzkalandi, Sviss, Belgíu og Frakk- landi, nú orðið á Englandi og einkum í Danmörku. Far í landi eru þeir víðsvegar í meirihluta í sveitar- og bæjar- stjórnum og t. d. í Kaupmannahöfn sjálfri. Og mentun þeirra, ósérplægni og samheldni hefir unnið það, að hvervetna hef- ir þótt batna við komu þeirra, framfarir aukist og fjárhag- ur þó fremur lagast en hitt. * * * Væri nú mentun og manndómur hér á landi á borð við það, sem er hjá þessum mönnum, þá ætti árangurinn ekki að vera minni hér, því að við stöndum hér að mörgu leyti betur að vígi en þeir. Hér er ekkert hervald, sem okkur verður ógnað með og á okkur sigað eins og alstaðar annarstaðar, ef nokkuð ber útaf. Ekkert auðvald, sem kasti út hundruðum þúsunda og milljónum til þess að vinna á móti okkur í niðurlægingu. Hér er atkvæðisréttur bundinn við 25 ár og jafn fyrir alla, en annarstaðar er að honum þrengt á ýmsa vegu. í Dan- mörku t. d. fá menn ekki kosningarrétt fyrri en þeir eru 30 ára og til efri deildar hafa stóreignamenn tíu- og tuttugu- föld atkvæði, þar sem óbrotinn verkamaður og smábóndi hefir aðeins eitt atkv. Víða um lönd er kosningarréttur að einhverju leyti bundinn við tekjur. Og bræður okkar verða því að klifrast yfir marga og háa þröskulda, þar sem við getum gengið áfram slétt gólf. Þótt við værum nú ekki jafnokar þessara manna að ýmsu leyti, þá stöndum við á margan hátt þeim mun betur að vígi en þeir, að við alþýðumenn — verkamenn, iðnaðar- menn og sjómenn — ættum að vera að öllu einráðir í bæjarstjórnum öllum og víðast í sveitarstjórnum. Lang- sterkasti flokkurinn í þinginu, og einvaldir þar að öllu leyli, ef við hefðum hagað okkur eitthvað svipað og þeir. Land-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.