Réttur - 01.12.1916, Page 61
- 175 -
stjórn og flokkaforingjar kæmi þar engu fram, nema að fá
til þess samþykki fulltrúa alþýðunnar. Og það sem alþýðu-
flokkurinn væri búinn að ræða, undirbúa og samþykkja til
þess að láta fulltrúana flytja — það hefði alt framgang og
flest viðstöðulaust. Peir mundu læra af reynslunni, verða
svo víðsýnir að hafa hag alls landsins engu síður fyrir
augum en sinn eigin. Og þjóðin í heild sinni (öll alþýðan)
mundi vænta þaðan hygginda og réttlætis. Líta vonglöð og
örugg til framtíðarinnar með alþýðufulltrúana í fararbroddi
— og væntanlega síðar með stjórnartauma í höndum.
En þessu er nú ekki hér að heilsa; þvi er ver og miður.
I stjórnmálum og landsmálum hefir alþýðu — verkamanna,
iðnaðar- og sjómanna — lítið gætt, og jafnvel í bæjarmál-
um líka. Eg man ekki eftir neinni hugsjón, sem hún hafi
barist fyrir eða styrkt til sigurs, eða fylkt sér um nokkur
málefni, svo að þess hafi séð nokkurn stað. Eg hefi aftur
á móti séð foringja stjórnmálaflokkanna tefla verkamönn-
um, sjómönnum, lausamönnum og smábændum fram eins
og peðum. Ekki til þess að máta neinn ykkar óvin, held-
ur aðeins til þess að máta þann óvin, sem þeir voru að
keppa við í þann svipinn, og vildu fella, ekki ykkar vegna,
heldur vegna sjálfra sín. Og svo tvístraðir hafið þið verið
hér í höfuðstaðnum, að nálega enginn flokkur hefir tekið
til ykkar, en látið ykkur elta sig sinn í hverja áttina, og
hver um sig búist við einhverju hrafli af ykkur á eftir sér.
Eg get búist við, að þessi ummæli mín þyki móðgandi,
og þætti mér leitt, ef að þau meinuðu ykkur að hafa það
litla gagn af orðum mínum, sem þið gætuð annars haft.
En eg tel það ósamboðið virðingu minni og ykkar, að
standa hér frami fyrir ykkur og þeyja um höfuðatriði máls-
ins, eða segja það hér, sem við vitum allir að ekki er satt.
En hvernig víkur nú þessu við? Oóðir menn!
Er þá ékkert málefni hér, sem snertir hagsmuni ykkar
eða menningu, sem væri þess vert að fylkja sér utan um
það og berjast fyrir, eða þá að leggja því lið svo um
munaði? Erum við svo langt á eftir að viti eða menningu,
að við séum til hvorugs megnugir?