Réttur


Réttur - 01.12.1916, Page 62

Réttur - 01.12.1916, Page 62
176 - Eg veit ekki hvort ykkur sýnist hér nokkur hlutur þurfa umbóta við — nokkur ákveðinn hlutur, sem ykkur kemur við. Að heimta framfarir óákveðið —einhverjar framfarir, sparn- áð og umbætur, svona út í bláinn — er miklu verra en að þegja. F*að leiðbeinir engum manni, vekur enga hugsun hjá neinum, en gerir allar umbótakröfur að gjálfri. Mér finst nálega ekkert það til hér, sem ekki þurfi að hafa endaskifti á. Eg ætla nú samt ekki að þylja upp neina málefna-runu, það yrði sama gjálfrið, því að hér er enginn tími til að færa nægileg rök. En eg skal í fáum dráttum benda á hverju verkamenn í nágrannalöndunum hafa komið áleiðis. Ellistyrkur er víða kominn á. Ekki ósóminn og rang- lætið, sem hér er verið að burðast með, heldur 20 — 30 krónur á mánuði fyrir hvern 60 — 70 ára gamla karla og konur, er eigi hafa tekjur, sem því svara annarstaðar frá. Það eru bein eftirlaun úr ríkissjóðnum, og fylgir því heiður, en er engin ölmusugjöf. Petta eru gildandi lög í Danmörku, Englandi, Frakklandi og Sviss, meó ýmsu fyrirkomulagi — og víðar er stefnt í sömu átt. Verkalýðurinn leggur þar víð- ast sérlega lítið fram, því að nú er viðurkent, að laun þeirra eru svo Iítil, að þeir lifa aðeins við skort, en hafa ekkert aflögu. Slysatryggiflgf er víðast komin á, jafnvel á Rússlandi, hvað þá annarstaðar. Starfsmönnum er bætt tjón það, sem þeir bíða af slysum við vinnu sína á sjó eða landi. Og verði þeir örkumla menn eða bíði bana, er séð svo fyrir þeim, eða skylduliði þeirra, að það líði ekki beinlínis skort að minsta kosti. Til þess greiða starfsmenn víðast lítið eða ekkert sjálfir. Það greiða sumpart vinnuveitendur, sumpart ríkin. Veikindatrygging:, þar sem verkamenn fá læknis- hjálp, meðul og Jegukostnað ókeypis og öll laun sín, eða mestan part þeirra, meðan þeir eru sjúkir. Pessi styrkur er greiddur úr sérstökum sjóðum, sem ríkin leggja til fé alt að helmingi og 2h hlutum, og sumstaðar gera sveitarfélög- in það. En tillög einstaklinga eru ekki tilfinnanleg.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.