Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 63

Réttur - 01.12.1916, Side 63
177 - Trygging gegn atvinnuleysi er fólgin í því, að ríkið greiðir meiri eða minni styrk hverjum manni, sem getur ekki fengið atvinnu til viðurværis sér og sínum. Að vísu er þetta hvergi orðin lög enn þá, en að þeim vinna jafnaðarmenn í öllum löndum, og hafa þeir fengið fjölda ágætismanna í lið með sér. Og svo alment hafa þeir feng- ið viðurkent réttlæti þessarar kröfu, að héðan af geta ekki liðið mörg ár þangað til að þeir koma henni fram, þar sem þeir eru liðsterkastir. í öllum löndunum, sem nefnd eru hér að framan í sambandi við ellistyrkinn, er hún komin vel á veg. Pað sem hér er nefnt er aðeins sýnishorn af því, sem verkamenn hafa komið í framkvæmd í nágrannalöndunum, og þar standa Danir mjög framarlega í fylkingu. — Hér eru ýms verkefni til að sameina krafta sína um og vinna að í félagi. Og fyrst nóg er að gera, og við stöndum að sumu leyti betur að vígi en aðrir — hvað veldur þá niðurlæg- ingu okkar? Hvað veldur því að Danir t. d. eru svo langt á undan, að við sjáum ekki á eftir þeim? — Að verkalýð- ur þeirra hefir komið árum sínum svo vel fyrir borð, að hann er að sigri kominn í flestum sínum nauðsynjamálum, og hver stjórn verður að taka fylsta tillit til þeirra? Hvað segið þið um þessi boðorð? Viljið þið ekki efla hagsmuni ykkar? Heldur er það líklegt. Eru íslendingar þá heimsk- ari en Danir? Ekki held eg það — álít að þar sé enginn verulegur munur á viti, eftir því sem eg hefi kynst báðum þjóðunum. Og fullyrði að við stöndum þeim þar ekki að baki. Erum við þá ófélagslyndari, útúrborningslegri og tortryggari? F’ið búist sennilega við að eg svari þvíjátandi. En álit mitt er að munurinn sé ekki mikill í þeim efnum. Hvorirtvéggju eiga ærið nóg af þeim auði — einkum tor- trygninni — en eg fullyrði að við séum þar engu ver staddir en þeir, og að við séum yfirleitt engu ófélagslynd- ari en Danir, og hver þjóð önnur. En hvað veldur þá? F*ví er eg annars að spyrja? Auð- vitað fátæktin og fámennið, munu flestir svara. Við séum n

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.