Réttur


Réttur - 01.12.1916, Page 67

Réttur - 01.12.1916, Page 67
181 ir ykkur í kvöld, en trúað gæti eg að það liði næstum mannsaldur þangað til að slíkar kenningar yrðu bornar hér fram á skólaborðin. — Eg hefi eigi tíma til þess nú að ræða nánar um framkvæmd og fyrirkomulag þeirrar mentunar, sem notadrýgst verður. En við því býst eg að það verði svo hér, sem annarstaðar, að ef þið ætlið að standa á eigin fótum, og ekki á hækjum þeim og tréfót- um, sem stjórnmálaflokkarnir fá ykkur — þá verðurað koma á stofn einhverjum vísi til blaða og tímarita eða bæklinga fyrír ykkar eigin aura, og eins verðið þið að leggja saman í þau útlend blöð og tímarit, sem fræða ykkur um það lífsnauðsynlegasta ykkur til handa. En hjá fræðslunni verður ekki komist. Á henni grund- vallast allur auður og vald þessa tíma. Án hennar þrífst enginn félagsskapur, hvorki hjá okkur né, öðrum, og án félagsskapar getur lífið ekki órðið annað en undirlægjulíf — skósveinaæfi hjá þeim, sem meiri hefir þekkinguna. Tvær stéttir halda hér skást saman í landinu: embættis- menn og kaupmenn. Enda hafa hvorirtveggju svo mikla þekkingu að þeir skilja, að hröfnunum er það hollast, að kroppa ekki augun hver úr öðrum, ef þeir eiga að bjarga sér. í ungdæmi mínu kom það einu sinni fyrir austur í sýsl- um, að tveir skynsemdarbændur höfðu af sjálfum sér og öðrum fjögra skildinga hækkun á ullarpundinu með því að selja gamla Bryde í Vestmanneyjum sína ull, einir sér í laumi, fyrir einskildings hækkun. F*á skorti ekki vit, en þá skorti mentun til að sjá hag sinn. Og fram hjá mentuninni sleppið þið ekki, hvernig svo sem hennar verður aflað. Það kostar þekkingu að verða sjálfstæður maður, og það kostar bæði fé og vinnu. En það er eina leiðin. Eg geri ráð fyrir að ykkur sé það nú Ijóst orðið, af því sem eg hefi sagt, að samtök og samvinna verkalýðsins sé óumflýjanleg, ef hann á ekki að verða troðinn undir fót- um, og lifa af náð því lífi, sem auðvaldi og ráðandi stétt- um þykir nægja. Lífið sjálft og reynslan sýnir okkur þetta

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.