Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 68

Réttur - 01.12.1916, Side 68
182 - alstaðar í smáu og stóru. Okkur finst það sjálfsagt að margir menn sameini sig um að hrinda sex-æring fram og setja hann upp, þegar einn maður getur það ekki. Ogjafn- Ijóst ætti það að vera, að sameina sig um að gera lífskjör sín og sinna skárri, þegar reynslan hefir sýnt að einstakl- ingurinn getur það ekki einn út af fyrir sig. Til þess að ná valdi á heimsmarkaðinum og skattgilda okkur eftir vild, hefir orðið að laða og kúga fjölda smáfélaga í steinoliu- hringinn, stálhringinn, sykurhringinn og alla aðra hringi, jafn- vel í sameinaða gufuskipafélagið danska. Sjálf villidýrin hópa sig, þegar háski er á ferðum. — Moskusnautin skipa sér í stóran hring, ef háska ber að, og snúa höfðunum út og hölunum inn í hringinn, og hafa þar innan í kálfana og mæðurnar. Óvinirnir mæta þar þétt- um skógi af hornum hringinn í kring. í menningarlöndunum má nú heita öflug samheldni milli embættismanna, klerka og kaupmanna, og hefir lengi ver- ið. Ennfremur hefi eg nú bent á, að reynslan hefir sýnt, að þar sem menning og mentun er komin lengst á veg og blöð verkamanna flest og sterkust, t. d. í Danmörku og á Þýzkalandi — þar eru og samtökin orðin öflugust, og eiga nú, eftir því sem út lítur, vissan sigur áður en langt líður. En þetta stríð hefir nú líka staðið þar í 40 ár og næst- um óslitið sumstaðar. Og við, sem höfum að mestu heyrt þann vopnagný álengdar og verið sjálfir langt frá bardög- unum, gerum okkur naumast í hugarlund, hver fádæma ó- grynni sá sigur hefir kostað, af ósérplægni einstakra manna og atorku eða þolgæði í ýmiskonar háðung og hörmung- um. Ennfretnur geysilegt fjármagn — margar miljónir króna úr vösum verkamanna og vina þeirra. En sigurinn er sæl- astur þegar hann er dýrustu verði keyptur. Eg hefi sjálfur 12 ára persónulega kynningu af þessum bardaga, eins og hann hefir verið háður í Danmörku. Eg hefi séð þar sjálf- ur hvernig jafnaðarmenn hafa brotist í gegn um skort og vandræði, háð og hatur, Og eru nú orðnir, eins og eg gat um, meiri hluti í bæjarstjórn Kaupmannahafnar, öflugur

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.