Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 70

Réttur - 01.12.1916, Side 70
V i t a r. í marzmánuði vinnur Ijós náttúrunnar sigur í einvígi sínu við myrkrið, hér á norðurhjara. Sólin rennir geislaflóði sínu yfir hjarnbreiður landsins. — Viðarteinungurinn, sem svignar marflatur og sefur undir heljarfargi íssins, kennir glampans gegnum gaddinn — vaknar og fer að losa um hýðið. Hann vaknar ávalt jafnsnemma, þó reynslan sé oft búin að sýna honum, að hann hafi verið fullvondjarfur og fljótur til. — Að vor- hretin og næðingarnir leika hann verst og kippa lífsþrótt- inum úr æskunni. Altaf er lífsþráin jafnöflug, vonirnar jafn- fleygar. — Mikill er máttur ljósgjafans. Vitinn sá vinnur lífsafl úr íshjartanu. Petta veit viðar- teinungurinn og finnur af eðlishvöt sinni. — Náttúran skil- ur sjálfa sig. * * * Mennirnir! sést það eins glögt, að þeir skilji hlutverk vitans? — Þeir hafa skynsemina framyfir, en löngum hefir hún reynst eðlishvötinni sljórri og ótrúrri. Þá hefir kuldinn og myrkrið — misrétturinn og vonleysið — náð svo mikl- um tökum á sálum manna og mannlífinu yfir höfuð. — En við skuium nú sjá til. — F*róunin heldur stöðugt áfram, og mennirnir geta flýtt fyrir henni og rutt henni braut, ef viljinn er nógur til þess. Reyni þeir ávalt að neyta rétt skynsemi sinnar, geta þeir aukið birtuna og ylinn. F*ví betur sem þeir glöggva áhrif

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.